Lands­mönnum fjölgaði um 3.860 á þriðja árs­fjórðungi 2022 og búa nú um 385.230 manns á Ís­landi, 198.280 karlar, 186.840 konur og voru 120 kyn­segin/annað. Þetta kemur fram í nýrri til­kynningu frá Hag­stofu Ís­lands.

Ef litið er til lands­hluta þá búa 245.850 manns á höfuð­borgar­svæðinu gegn 139.380 manns á lands­byggðinni.

Þá fæddust 1.200 börn á þriðja árs­fjórðungi 2022, en 650 ein­stak­linga létust. Á saman tíma fluttust 3,270 ein­staklingar til landsins um­fram brott­flutta.

Brott­fluttir ein­staklingar frá Ís­landi voru 150 um­fram að­flutta, en að­fluttir er­lendir ríkis­borgarar voru 3.410 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Af þeim sem fluttu frá landi þá fluttu 420 manns til Dan­merkur á þriðja árs­fjórðungi. 720 ís­lenskir ríkis­borgarar af 950 alls fluttu til Dan­merkur, Noregs og Sví­þjóðar.

Pól­land var upp­runa­land flestra ríkis­borgara, en þaðan fluttust 1.150 manns til landsins af alls 4.680 er­lendum inn­flytj­endum. Þar á eftir komu 480 manns frá Úkraínu. Í heildina eru er­lendir ríkis­borgarar 62.990, eða 16,4% af heildar­mann­fjölda Ís­lands.

Fæddir og dánir eftir ársfjórðungum.
Hagstofa Íslands