Landsmönnum fjölgaði um 3.860 á þriðja ársfjórðungi 2022 og búa nú um 385.230 manns á Íslandi, 198.280 karlar, 186.840 konur og voru 120 kynsegin/annað. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Ef litið er til landshluta þá búa 245.850 manns á höfuðborgarsvæðinu gegn 139.380 manns á landsbyggðinni.
Þá fæddust 1.200 börn á þriðja ársfjórðungi 2022, en 650 einstaklinga létust. Á saman tíma fluttust 3,270 einstaklingar til landsins umfram brottflutta.
Brottfluttir einstaklingar frá Íslandi voru 150 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 3.410 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Af þeim sem fluttu frá landi þá fluttu 420 manns til Danmerkur á þriðja ársfjórðungi. 720 íslenskir ríkisborgarar af 950 alls fluttu til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar.
Pólland var upprunaland flestra ríkisborgara, en þaðan fluttust 1.150 manns til landsins af alls 4.680 erlendum innflytjendum. Þar á eftir komu 480 manns frá Úkraínu. Í heildina eru erlendir ríkisborgarar 62.990, eða 16,4% af heildarmannfjölda Íslands.
