Elín Björk Jónas­dóttir, veður­fræðingur á Veður­stofu Ís­lands, er allt annað en sátt með Ís­lendinga sem hafa verið að hundsa bæði veður­við­varanir sem og við­varanir frá Víði Reynis­syni yfir­i­lög­reglu­þjóni hjá al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra. Hún deildi frétt á sam­fé­lags­miðlinum Twitter í kvöld þar sem var fjallað um þá stað­reynd að bjarga þurfti 100 Ís­lendingum á ferða­lögum um helgina.

„HVAÐ ER AÐ? Ég er svo sem vön því að fólk hundsi veður­við­vararnir, en nú voru það bæði Veður­stofan og Víðir Reynis­son sem voru hundsuð,“ spyr Elín á Twitter.

Víðir fór ekki í graf­­götur með skoðanir sínar á þessu fyrr í dag. „Björgunar­sveitir björguðu um það bil 100 Ís­­lendingum um helgina. Er þetta ekki komið gott? Eigum við að ekki bara að vera heima? Njótum bara ná­vista við okkar nánustu og verum á­­fram góð við hvort annað og höldum á­­fram að vera á­byrg," sagði Víðir á blaða­manna­fundi al­manna­varna í dag.

Víðir hefur í­trekað beðið al­­menning um að ferðast innan­­húss en ekki innan­­lands á næstu vikum. Hefur Páska­há­­tíðin sér­­stak­­lega verið nefnd þar til sögunnar, enda gjarnan ein af vin­­sælli ferða­helgum ársins. Sagði hann meðal annars fyrir helgi að helgin nú gæti verið á­­gætis æfing.

Elín segir það einnig valda sér miklum á­hyggjum að Ís­lendingar taka ekki appel­sínu­gulum við­vörunum al­var­lega. „Það má alls ekki gerast að það þurfi rautt til að fólk stoppi við og hugsi,“ skrifar hún enn fremur.