Um 160.000 manns um land allt verða boðaðir í örvunar­bólu­setningu gegn Co­vid-19 fyrir ára­mót. Þetta kemur á vef stjórnar­ráðsins og þar segir að örvunar­skammtar séu for­senda þess að ná tökum á út­breiðslu far­aldursins í vetur. Örvunar­bólu­setning verður boðin öllum 16 ára og eldri þegar í það minnsta fimm mánuðir eru liðnir frá grunn­bólu­setningu.

Á höfuð­borgar­svæðinu verður bólu­sett í Laugar­dals­höllinni á tíma­bilinu 15. nóvember til 8. desember á mánu­dögum, þriðju­dögum og mið­viku­dögum. Fólk verður boðað með strika­merki sem send verða í smá­skila­boðum. Þau sem áður hafa fengið boð í bólu­setningu en ekki þegið hana, eru hvött til að mæta.

„Lönd sem náð hafa góðum árangri í bólu­setningum með al­mennri þátt­töku urðu fyrir miklum á­hrifum af delta-af­brigði kórónu­veirunnar í sumar. Ísraelar sem voru í farar­broddi í bólu­setningum komust að raun um – og fengu stað­fest með gögnum – að því lengri tími sem liðinn var frá því að ein­stak­lingur fékk seinni bólu­efna­skammtinn, því meiri líkur voru á að hann smitaðist af delta-af­brigðinu, saman­borið við þá sem ný­lega höfðu verið bólu­settir. Þeir mæltu í kjöl­farið með því að fólk fengi örvunar­skammt af bólu­efni Pfizer og benda rann­sóknir til þess að þannig megi draga veru­lega úr líkum á smiti eða al­var­legum veikindum. Nánar er fjallað um þetta í saman­tekt sótt­varna­læknis“, segir á vef stjórnar­ráðsins.

„Góð þátt­taka í örvunar­bólu­setningum gegn Co­vid-19, sam­bæri­leg við það sem var í grunn­bólu­setningum í vor, er for­senda þess að við náum tökum á út­breiðslunni nú í vetur án veru­legra sam­fé­lags­hafta“, segir í sam­tan­tekt sótt­varna­læknis.