For­sætis­ráð­herra, Katrín Jakobs­dóttir, segir að við munum öll hjálpast að við að bæta það tjón sem hefur orðið á Seyðis­firði undan­farna daga og vinna að úr­bótum til fram­tíðar.

Þetta segir Katrín í pistli sem hún birti á Face­book-síðu sinni í dag.

„Hugur okkar allra er hjá í­búum á Seyðis­firði núna þegar við fylgjumst með fréttum af ægi­legum aur­skriðum sem falla nú á bæinn. Við bíðum enn fregna af nýjustu skriðunni en lands­menn allir standa með Seyð­firðingum í dag,“ segir Katrín.

Hún segir að við­bragðs­aðilar á staðnum leggi allt kapp á að koma öllum í öruggt skjól á meðan hætta steðjar enn að. Það sé fylgst grannt með stöðunni og að björgunar­sveitir hafi verið kallaðar út til að að­stoða við rýmingu en að enn rigni á svæðinu og að­stæður mjög erfiðar.

„Við sendum þeim okkar bestu óskir. Við munum öll hjálpast að við að bæta þetta tjón og vinna að úr­bótum til fram­tíðar,“ segir Katrín að lokum.

Færslu hennar er hægt að sjá hér að neðan.

Hugur okkar allra er hjá íbúum á Seyðisfirði núna þegar við fylgjumst með fréttum af ægilegum aurskriðum sem falla nú á...

Posted by Katrín Jakobsdóttir on Friday, 18 December 2020