Hópur sér­fræðinga frá Ís­landi munu ekki fljúga til Tyrk­lands í dag vegna veðurs. Til stóð að hópurinn myndi fara til Tyrk­lands í dag til að að­stoða vegna jarð­skjálftanna sem riðu yfir landið í gær.

Um 5000 manns eru látnir bæði í Tyrk­landi og Sýr­landi og um tuttugu þúsund manns slasaðir. Enn eru margir fastir undir rústum bygginga sem hrundu í skjálftanum.

Í til­kynningu frá Land­helgis­gæslunni kemur fram að staðan verði endur­metin á morgun. Vonast er til að hópurinn, sem saman­stendur af sér­fræðingum í að­­gerða­­stjórnun og sam­hæfingu að­­gerða. Um 80 al­­þjóð­­legar sveitir hafa nú þegar boðað komu sína.