Doktor Catherine Calderwood, landlæknir Skotlands, hefur sagt af sér embætti eftir að hafa brotið reglur um útgöngubann. Greint er frá þessu á vef BBC.

Hún ferðaðist innanlands milli heimila sinni í Edinborg og Earlsferry þrátt fyrir að hafa ráðlagt Skotum að vera ekki að ferðast að óþörfu.

Calderwood hefur beðist formlega afsökunar á athæfinu og sagðist upphaflega ætla að halda áfram að gegna sínu embætti. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði einnig fyrr í dag að hún tæki það ekki í mál að reka Calderwood þrátt fyrir að lögregluyfirvöld höfðu tvisvar áminnt hana fyrir að ferðast um Skotland í miðju útgöngubanni. Hún væri of mikilvæg.

Þeim virðist nú hafa snúist hugur og sendi landlæknir frá sér aðra yfirlýsingu þar sem hún sagði af sér.

„Ég ræddi við formanninn [Sturgeon] og eftir þetta samtal hef ég ákveðið að athæfi mitt ætti ekki að draga athyglina frá því mikilvæga starfi sem heilbrigðisstarfsfólk og stjórnvöld sinna til þess að koma okkur í gegnum kórónaveirufaraldurinn,“ sagði Calderwood í yfirlýsingunni sem birtist á vef Skoska þjóðarflokksins.

„Mikilvægt er fyrir mér að er að Skotar fái allar þær upplýsingar sem þau þurfa á að halda til að sporna við dreifingu á veirunni og það þýðir að þau þurfi að geta treyst aðilanum sem ráðleggur þeim. Mér þykir því leitt að tilkynna að ég segi hér með af mér embætti landlæknis.“