Þrí­eykið er sam­mála um það að sumarið í ár verði gott sumar. Alma Möller, land­læknir, segir að það hafi sést síðasta sumar að veiran hafi legið í láginni. Þetta kom fram á upp­lýsinga­fundi fyrir skemmstu.

„Ég held að það verði gott veður og ég held að við verðum búin að bólu­setja fleiri. Við sáum í fyrra að veiran lá í láginni og gerir það eftir árs­tíðum. Auð­vitað verður þetta frá­bært sumar,“ sagði Alma.

Þór­ólfur segir að þrí­eykið hafi ekki rætt við veður­fræðinga en að hann sé mjög bjart­sýnn á að sumarið verði gott.

„Sumarið verður gott. Höfum ekki talað við veður­fræðinganna um það en ég held að við getum bara horft björtum augum á sumarið,“ segir Þór­ólfur.

„Ef það gengur vel í bólu­setningum, ef við fáum meira bólu­efni en við gerðum ráð fyrir, þá getum við bara létt tölu­vert á og átt betra sumar en við áttum í fyrra til dæmis. Auð­vitað er það mis­munandi hvað menn telja gott sumar. En ég held það sé fyllsta á­stæða til að vera mjög bjart­sýnn að okkur takist að létta veru­lega á.“

Mikil­vægt að hert hafi verið strax

Þá var Þór­ólfur spurður að því hvort hann telji að lág smit­tíðni á Ís­landi nú sé til­komin vegna þess að stjórn­völd hafi hert að­gerðir fyrir þremur vikum síðan. Sagðist Þór­ólfur vera þess full­viss.

„Ef við skoðum bara þróun annarra bylgju og þriðju bylgju og hvernig við vorum seinni af stað og reyndum að beita mark­vissari að­gerðum, bæði hér og á höfuð­borgar­svæðinu og tak­marka á­kveðna starf­semi, að þá tókst það eki og við fengum mikla út­breiðslu, meðal annars út á land sem leiddi til þess að við þurftum að grípa til sam­bæri­legra að­gerða og við gripum strax til í byrjun núna,“ sagði Þór­ólfur meðal annars.

„Ég er sann­færður um það, en get þó ekki sannað frekar en aðrir af­sannað, að að­gerðirnar fyrir þremur vikum komu í veg fyrir fleiri hóp­sýkingar.“ Þá bætti Alma við að á­hyggjur af breska af­brigðinu, sem er meira smitandi en upp­runa­leg af­brigði hafi líka spilað inn í þegar á­kvörðun um að herða strax var tekin.