Rauðvínssala hefur aukist um tæp tíu prósent það sem af er ári í samanburði við síðasta ár. Hvítvínssala hefur aukist um rúm átta prósent. Þetta kemur fram í svari Vínbúðarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins og þess getið að hugsanlegt sé að meiri breytingu megi merkja í þessari eða á næstu vikum.

Í svari Vínbúðarinnar kemur fram að hlutfall kassavína í sölu léttvíns fari hægt og sígandi upp á við. Hlutfallið hafi verið að meðaltali 48 prósent frá áramótum en hafi aukist á síðustu tveimur vikum og farið í 51 prósent í annarri viku marsmánaðar og í 54 prósent í síðustu viku.

Heildarsala Vínbúðarinnar það sem af er ári er 5,5 prósentum meiri en í fyrra þegar miðað er við 1. janúar til 23. mars.