Þrátt fyr­ir að ból­u­setn­ing­ar gang­i vel, að­al­leg­a í rík­ar­i lönd­um, er Co­vid-19 far­ald­ur­inn enn í sókn víða um heim. Í Afrík­u herj­ar nú þriðj­a bylgj­a far­ald­urs­ins á mörg lönd og ból­u­setn­ing­ar gang­a hægt, eink­um vegn­a skorts á ból­u­efn­um. Ný af­brigð­i veir­unn­ar, eink­um Delt­a, vald­a usla og er út­lit­ið dökkt víða. Sam­ein­uð­u þjóð­irn­ar spá því að millj­ón­ir til við­bót­ar gætu dáið af þess­um völd­um í Afrík­u.

Annað er uppi á ten­ingn­um í Níg­er í vest­an­verðr­i Afrík­u. Í um­fjöll­un Wall Stre­et Jo­urn­al seg­ir að Co­vid-deild­ir séu tóm­ar og marg­ir dag­ar líði mill­i þess sem smit grein­ast. Svo lít­il eft­ir­spurn eft­ir ból­u­efn­i er í land­in­u að stjórn­völd hafa sent mik­ið magn til ná­grann­a­ríkj­a.

Hing­að til hafa 5.500 Co­vid-smit greinst í land­in­u og 194 lát­ist en fyrst­a smit­ið greind­ist þar í mars í fyrr­a. Til sam­an­burð­ar má nefn­a að þett­a eru færr­i til­fell­i en í smá­rík­in­u San Mar­ín­ó á Ítal­í­u.

Í upp­haf­i far­ald­urs­ins var Níg­er á list­a Al­þjóð­a­heil­brigð­is­stofn­un­ar­inn­ar yfir þau lönd sem gætu lent verst í far­aldr­in­um. Sú varð ekki raun­in og er á­stand­ið hvað varð­ar Co­vid auk þess nokk­uð gott í ná­grann­a­lönd­um Níg­er við suð­ur­end­a Sah­ar­a-eyð­i­merk­ur­inn­ar.

„Við bjugg­umst við því að ráða ekki við á­stand­ið en það gerð­ist aldr­ei,“ seg­ir svæf­ing­a­lækn­ir­inn Ada­mo­u Fo­um­a­ko­y­e Gado sem hef­ur um­sjón með stærst­u Co­vid-deild lands­ins. „Vír­us­inn hef­ur stutt­an líf­tím­a hér,“ seg­ir hann en hon­um hef­ur ver­ið fyr­ir­skip­að að hætt­a á Co­vid-deild­inn­i og snúa sér að bar­átt­unn­i gegn mal­ar­í­u.

Tóm rúm á Co­vid-deild í höf­u­borg­inn­i Ni­a­mey.
Fréttablaðið/AFP

Nokkr­ar á­stæð­ur eru nefnd­ar fyr­ir því hvers vegn­a Co­vid hafi ekki dreift sér líkt og ótt­ast var í Níg­er. Land­ið er fá­mennt mið­að við mörg önn­ur Afrík­u­rík­i og dreif­býlt, þar búa um 24 millj­ón­ir á land­svæð­i sem er tólf sinn­um stærr­a en Ís­land. Það ger­ir um 19 íbúa á hvern fer­kíl­ó­metr­a í Níg­er.

Land­ið er auk þess það yngst­a í heim­i, mið­gild­i ald­urs íbúa þar er 15,2 ár. Lofts­lag þar er eins og gef­ur að skilj­a heitt og þurrt og sam­göng­ur afar erf­ið­ar. Smit­sjúk­dóm­a­fræð­ing­ar telj­a land­ið upp­lagt til fer­ils­rann­sókn­a á far­aldr­in­um. Tal­ið er nú að að­stæð­ur í Níg­er séu með þeim hætt­i að vír­us­inn þrífst illa þar og mun­ar þar mest­u um lofts­lag­ið. Gado seg­ir lofts­lag­ið afar ó­hag­stætt vír­usn­um og hæfn­i hans til að lifa í manns­lík­am­an­um. Þett­a sé lán í ó­lán­i fyr­ir Níg­er. Rann­sókn­ir hafa sýnt að sól­ar­ljós og hiti drag­i mjög úr mætt­i Co­vid-19, bæði hvað varð­ar dreif­ing­u hans með snert­i­flöt­um eða loft­drop­um.

Kon­ur þvo hend­ur sín­ar áður en þær fara inn á fæð­ing­ar­deild í Ni­a­mey höf­uð­borg Níg­er.
Fréttablaðið/AFP

Á­stand­ið gæti þó breyst og telj­a lækn­ar end­ur­opn­un land­a­mær­a Níg­er og út­breiðsl­u Delt­a geta haft slæm á­hrif í land­i þar sem fæst­ir eru ból­u­sett­ir. Stjórn­völd hafa lagt á­hersl­u á að fram­lín­u­starfs­fólk fái ból­u­setn­ing­u en al­menn­ing­ur er lítt ból­u­sett­ur. Til að mynd­a hafa stjórn­völd í Níg­er lán­að 100 þús­und skammt­a af ból­u­efn­i AstraZ­en­e­ca til Fíl­a­beins­strand­ar­inn­ar sem er fjór­um sinn­um minn­a land að flat­ar­mál­i en Níg­er og með svip­að­an í­bú­a­fjöld­a. Co­vid-smit þar eru hins veg­ar tíu sinn­um fleiri en í Níg­er.

Síð­an vír­us­inn kom til Afrík­u snemm­a á síð­ast­a ári hafa smit ver­ið lít­il á hinu svo­kall­að Sah­el-svæð­i sem ligg­ur á mörk­um Sah­ar­a og gróð­ur­lend­is­ins í suðr­i sem er kall­að Súd­an. Svæð­ið er að­al­leg­a gresj­a og teyg­ir sig frá At­lants­haf­i til Horns Afrík­u. Ríki á borð við Tjad, Búrk­ín­a Fasó og Malí til­heyr­a einn­ig Sah­el.