Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið segir að eigendur allra jarða sem eiga aðild að Fjaðrárgljúfri hafi lýst sig viljuga til að vinna að friðlýsingu gljúfursins.

Í frétt blaðsins í gær sagði fyrrum jarðeigandi við gljúfrið að umráðaréttur gljúfursins kynni að skiptast á nokkrar jarðir, ekki bara Heiði sem íslenskur viðskiptamaður hefur keypt.

Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er fullt samkomulag um málið meðal allra aðila.