Innlent

Landeigendur á Faxa skoða hvort grípa þurfi til róttækra aðgerða

Bændur á Heiði í Biskupstungum munu næstu daga skoða hvort þau séu skaðabótaábyrg við Faxa. Lokað er fyrir aðgengi að Faxa með heyrúllum eftir heitar umræður um hálku á Facebook.

Hér má sjá ísilagðan pallinn (til vinstri niðri) og yfirlitskort af svæðinu (uppi hægri). Athugið að bakgrunnsmyndin er úr safni.

Kannski er nóg að setja upp skilti þarna, en ef ekki þá verður bara að grípa til róttækra aðgerða,“ segir Marta Sonja Gísladóttir, bóndi á Heiði í Biskupstungum og eigandi landsins þar sem fossinn Faxi rennur. 

Marta lét um helgina loka fyrir aðgengi að bílastæði þar sem þeir leggja sem ætla að ganga að fossinum. Fréttablaðið fjallaði um málið á sunnudaginn, en um afar vinsælan ferðamannastað er að ræða. Segir Marta að aðgengi að Faxa verði lokað fram að helgi, í það minnsta. 

Sjá einnig: Lokaði vin­sælum á­fanga­stað með hey­rúllum

Forsaga málsins er myndband og umræða á Facebook-síðunni Bakland Ferðaþjónustunnar þar sem maður vakti athygli á því að fljúgandi hálka væri á svæðinu og göngupallur á staðnum afar varasamur. 

Í kjölfarið kusu landeigendur að loka svæðinu þar til skýrt væri hvort þau bæru skaðabótaábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segist Marta ætla að ráðfæra sig við lögfræðing strax á morgun, en þau bændur eru stödd á Kanaríeyjum. 

„Það er ennþá lokað,“ segir Marta. „Kannski um og upp úr næstu helgi er eitthvað að frétta en þangað til þá verður lokað.“

Aðgengi að náttúruperlunni Faxa hefur verið lokað þar til landeigendur hafa fullvissað sig um að þau séu ekki skaðabótaskyld vegna hálku á svæðinu. Mynd/Wikipeda

Aðspurð segir hún ekki neina leiðsögumenn hafa haft samband vegna lokunarinnar, en umræða um lokunina sé á Facebook. „Það eru einhverjir sem leggja orð í belg þarna og sitt sýnist hverjum en það hefur enginn haft beint samband við okkur.“

Faxi er mjög vinsæll ferðamannastaður, enda skammt úr leið þegar Gullni hringurinn er ekinn. Segir Marta algengt að sjá þrjár til átta rútur þarna í einu allan ársins hring, þó meira sé um að vera yfir sumartímann. „Þetta eykst og eykst og eykst.“ 

Rusl í sandkassann og skóflu stolið

Bændurnir hafa reynt ýmislegt til þess að bæta aðgengi yfir vetrartímann. Vegagerðin setti til að mynda upp kassa með sandi og skóflu við gönguleiðina en segir Marta að skóflunni hafi fljótt verið nappað.

„Eftir því sem sandurinn minnkaði fór alltaf að koma meira og meira rusl. Við höfum séð íslenska fararstjóra, bæði að henda rusli þarna og í tunnu sem að maður er fyrir utan veitingastaðinn.“

Bændurnir koma heim frá Kanaríeyjum í kvöld og segir Marta að þau muni hafa samband við lögfræðing strax á morgun. 

„Ef að við getum ekki firrt okkur þessari skaðabótaábyrgð þá er bara tvennt í stöðunni, það er að loka algjörlega eða að hafa þarna þjónustu og taka gjald fyrir það náttúrulega. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða í framhaldinu.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lokaði vin­sælum á­fanga­stað með hey­rúllum

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Auglýsing