Nýjar gervihnattamyndir sýna 40 til 45 mm landris á Reykjanesinu á tæpum mánuði.

Veðurstofan birti myndir úr Sentintel-1interferogram á vef sínum en þær eru teknar á tímabilinu frá 27. apríl til 21. maí, þegar jarðskjálftahrina stóð yfir.

Um 400 jarðskjálftar hafa mælst síðastliðinn sólarhring en í morgun varð jarðskjálfti að stærð 3,5 um þrjá kílómetra austnorðaustan við Þorbjörn.

Hér má sjá það hefur orðið frá 27. apríl-21. maí.
Mynd: Veðurstofan / Vincent Drouin

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hefur fundað með íbúum Grindavíkur vegna aukinnar skjálftavirkni á Reykjanesinu og kvikusöfnunar.

Rúmt ár er síðan gos hófst í Geldingadölum en hraunflæði stóð yfir þar til í september og lauk gosinu formlega 18. desember.

Eldstöðvarnar á Reykjanesinu hafa vaknað til lífs og er ekki ólíklegt að gos hefjist þar á næstu árum, jafnvel mánuðum. Eins og staðan er núna er enginn gos­ó­rói eða merki um hann. En eins og við þekkjum með gosið í Geldingadölum getur þetta breyst hratt.

Hér má sjár skjálftavirkni 6.-13. maí á svæðinu við Svartsengi. Appelsínugulir þríhyrningar eru skjálftastöðvar, bláir eru GPS mælistöðvar
Mynd úr skjálftavefsjá Veðurstofunnar