Land Rover ætlar sér greinilega stóra hluti með nýjum Defender og nýlega endurvakið samstarf Land Rover og BMW hefst með því að Defender SVR mun fá BMW vél, nánar tiltekið 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Slíkur bíll myndi þá keppa við bíl eins og Mercedes-Benz AMG G 63 enda verða með um það bil 500 hestöfl undir húddinu. Samkvæmt bílatímaritinu Auto Express er frumgerð bílsins þegar tilbúin í höfuðstöðvum Land Rover/Jagúar í Gaydon og líklega kemur þessi útgáfa á markað innan 18 mánaða. BMW vélin mun einnig koma í fleiri gerðum, eins og Range Rover og Jagúar F-Type. Í BMW X5 M skilar V8 vélin 616 hestöflum en líklega verður hún stillt niður á við í Defender. Hún verður með átta þrepa sjálfskiptingu.