Á myndinni sést meðal annars í rauðar bremsudælur og fjórfalt pústkerfi sem bendir til að um öflugan bíl sé að ræða. Samkvæmt skráningarupplýsingum bílnúmersins er bíllinn með fimm lítra vél sem segir okkur að sama öfluga V8 vélin og í Range Rover Sport SVR sé undir húddinu. Vélin er smíðuð af Ford og skilar yfir 500 hestöflum. Búast má við á seinni stigum að bíllinn verði búinn 4,4 lítra V8 vél frá BMW.

Eins og er mun fimm lítra V8 vél frá Ford vera ofan í bílnum sem skilar yfir 500 hestöflum.