Um­ferðar­tafir urðu á Hafna­fjarðar­vegi í síðdegis í dag eftir að Land Cru­iser jeppi með kerri endaði á móti um­ferð. Bílinn var stopp á Hafnar­fjarðar­veginum rétt hjá Fífunni í Smáranum í Kópa­vogi. Talsverð umferð myndaðist á veginum.

Af myndum að dæma eru sprungin dekk á bæði bílnum og kerrunni. Ekki er vitað að svo stöddu hvað kom upp á en jeppinn snýr í öfuga átt miðað við um­ferð.

Frétta­blaðið hefur ekki náð sam­bandi við vakt­hafandi lög­reglu­menn hjá um­ferðar­deild lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.