Lög­reglan sinnti ýmsum verk­efnum á síðasta degi vetrar í gær og í nótt. Í dag­bók lög­reglu kemur fram að um 19 hafi verið til­kynnt um mót­mæli við rúss­neska sendi­ráðið í mið­bænum og þar hafi, þegar mest var, verið 28 mann. Mót­mælin eru sögð hafa farið vel fram.

Þá var rétt eftir klukkan 20 til­kynnt um líkams­á­rás við Granda. Í dag­bók lög­reglu kemur fram að maður hafi verið laminn með kylfu í lærið með þeim af­leiðingum að hann gat ekki stigið í fótinn. Hann var fluttur á bráð­deild Land­spítalans til að­hlynningar. Maðurinn sem réðst á hann fór af vett­vangi eftir að hann lamdi hann með kylfunni en fannst, sam­kvæmt lög­reglu, um þremur klukku­stundum síðar og var þá hand­tekinn og færður í fanga­geymslu.

Þá voru höfð af­skipti af manni í hverfi 105 sem var með hendurnar fullar af verk­færum sem hann viður­kenndi að hafa stolið úr bif­reið. Hann sýndi lög­reglu­mönnum bif­reiðina og var svo hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu á meðan málið var unnið en svo laus að lokinni skýrslu­töku. Eig­andi verk­færanna kom að sækja þau á lög­reglu­stöðina.

Ung kona var hand­tekin í hverfi 108 grunuð um akstur undir á­hrifum vímu­efna, í­trekaðan akstur svipt öku­réttindum, vörslu fíkni­efna og of­beldi gegn opin­berum starfs­manni. Konan var vistuð fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Þá voru höfð af­skipti af ein­hverjum fjölda öku­manna í gær­kvöld og í nótt vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis eða vímu­efna, aksturs án réttinda og hrað­aksturs.