Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst upp úr mið­nætti til­kynning um mann með járn­stöng að berja á glugga á skar­gripa­verslun á Lauga­veginum en maðurinn var í kjöl­farið hand­tekinn þegar hann var kominn í næstu götu.

Að því er kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu sögðu vitni að maðurinn hafði áður verið að slá með járninu i bíla sem voru á hans leið. Maðurinn var vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Innbrot og eignaspjöll

Lög­reglunni barst einnig til­kynning á öðrum tímanum í nótt um inn­brot við Kald­ár­sels­veg í Hafnar­firði en þegar lög­regla mætti að vett­vang var maðurinn búinn að brjóta rúðu og eiga við úti­hurð í kofa.

Þá var maðurinn einnig búinn að skemma tvær eftir­lits­mynda­vélar á svæðinu en maðurinn var hand­tekinn og vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Ein önnur til­kynning um eigna­spjöll og þjófnað í Hafnar­firði barst lög­reglu í gær­kvöldi en þar var bif­reið skemmd og skráningar­númerinu stolið.

Bakkaði niður tröppur

Að lokum var til­kynnt um ó­happ í Garða­bæ stuttu eftir mið­nætti þar sem bíll sem hafði verið að bakka úr stæði sem var á rampi en bílnum hafði verið bakkað of langt.

Bíllinn fór niður tröppur á rampinum og stöðvaði við inn­gang að húsi. Að sögn lög­reglu varð bíllinn fyrir ein­hverju tjóni en ekki virtust vera skemmdir á húsinu, þó hafi einn blóma­pottur brotnað.