Mynd­band sem sýnir augna­blikið þegar 36 ára karl­maður, Ran­dy Cox, lamaðist í haldi lög­reglu hefur verið birt opin­ber­lega af lög­reglunni í New Ha­ven í Connecticut í Banda­ríkjunum.

Laganna verðir hand­tóku Ran­dy vegna vopna­laga­brots þann 19. júní síðast­liðinn og komu honum fyrir í lög­reglu­bíl sem hentar illa fyrir flutning fanga, ekki síst í ljósi þess að ekkert öryggis­belti var fyrir Cox.

Lög­reglu­maður sem var undir stýri bremsaði mjög snögg­lega þegar bif­reið var ekið í veg fyrir lög­reglu­bílinn. Þar sem Cox var ekki í öryggis­belti og með hendur skorðaðar fyrir aftan bak gat hann enga björg sér veitt þegar hann kastaðist til í bílnum með þeim af­leiðingum að hann fór með höfuðið í aftur­hlera bif­reiðarinnar.

Í frétt Was­hington Post kemur fram að þrjár mínútur hafi liðið uns lög­reglu­maðurinn stöðvaði bif­reiðina en þá hafði Cox kallað í­trekað eftir að­stoð.

Á mynd­bandinu má sjá þegar lög­reglu­menn komu að Ran­dy þar sem hann lá hreyfingar­laus á gólfi bif­reiðarinnar og til­kynnti þeim að hann gæti ekki hreyft sig og væri senni­lega lamaður.

Lög­regla virðist ekki hafa trúað frá­sögn Ran­dys því hann var dreginn út úr bif­reiðinni og komið fyrir inn á lög­reglu­stöð þar sem gert var grín að líkams­stöðu hans. Það var svo um 10 til 15 mínútum síðar að sjúkra­flutninga­menn komu á staðinn og færðu Ran­dy undir læknis­hendur.

Ran­dy lamaðist fyrir neðan brjóst í slysinu og segir lög­maður hans, Ben Crump, að hann muni senni­lega ekki ganga aftur.

Málið er til rann­sóknar hjá lög­reglu og hafa fimm lög­reglu­menn verið sendir í leyfi meðan það er til skoðunar.

Lög­maður Ran­dys birti mynd­band af at­vikinu á Twitter-síðu sinni og má sjá færslu hans og mynd­bandið hér að neðan. Vakin er at­hygli á því að það getur vakið óhug.