Rósa Björk Brynjólfs­dóttir, þing­maður Vinstri grænna, hefur nú lagt fram þings­á­lyktunnar­til­lögu þar sem lagt er til að 27. janúar ár hvert verði til­einkaður minningu fórna­lamba hel­fararinnar en 27. janúar 1945 frelsaði sovéski herinn fanga úr fanga­búðum nas­ista í Auschwitz.

„Með því að til­einka þennan dag minningu fórnar­lamba hel­fararinnar mætti fræða komandi kyn­slóðir hér á landi um af­leiðingar haturs­glæpa. Þannig yrði unnt að koma í veg fyrir for­dóma og aukna tíðni slíkra glæpa milli ó­líkra trúar- og þjóð­fé­lags­hópa svo að við­líka hörmungar endur­taki sig ekki,“ segir í til­lögunni.

Á árunum 1940 til 1945 myrtu nasistar 1,1 milljón manns í gereyðingar- og þrælkunarbúðum Auschwitz. Flestir voru gyðingar en einnig var fólk af ýmsum þjóðarbrotum, samkynhneigðir og fatlaðir.

Þingmenn flestra flokka flutningsmenn

Þá er það tekið fram að öll lönd sem hafa aðild að Öryggis- og sam­vinnu­stofnun Evrópu minnist hel­fararinnar á ein­hvern hátt og að í öðrum Norður­löndum sé hel­fararinnar minnst 27. janúar ár hvert.

„Slíkur dagur fæli í sér tæki­færi til að minnast fórnar­lamba hel­fararinnar og vinna gegn kyn­þátta­for­dómum og mis­munun til að skapa frið­samara og um­burðar­lyndara sam­fé­lag.

Flutnings­menn til­lögunnar eru ní­tján talsins en þing­menn flestra flokka, fyrir utan Sjálf­stæðis­flokkinn og Fram­sóknar­flokkinn, eru flutnings­menn málsins.