Rann­sókn lög­reglu á inn­flutningi á miklu magni af fíkni­efnum, sem greint var frá sl. föstu­dags­kvöld, miðar vel. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni.

„Lagt var hald á tugi kíló af fíkni­efnum í sam­eigin­legum að­gerðum lög­reglu, en fjórir aðilar voru úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald til 17. ágúst í þágu rann­sóknarinnar eins og áður hefur komið fram.

Rann­sókn málsins hefur staðið yfir undan­farna mánuði, en að henni koma em­bætti lög­reglu­liðanna á höfuð­borgar­svæðinu, Suður­nesjum, ríkis­lög­reglu­stjóra og héraðs­sak­sóknara,” segir í til­kynningu lög­reglunnar.

Lög­reglan segist ekki geta veit fleiri upp­lýsingar að svo stöddu.