Innlent

Lagfæra leiði Jóns Magnússonar

Ríkisstjórnin og skrifstofa Alþingis leggja fé til þess að lagfæra leiði og legstein Jóns Magnússonar sem var forsætisráðherra þegar Ísland varð fullvalda árið 1918.

Myndin er tekin í Hólavallagarði. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Valgarður

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að fela minjastofnun að lagfæra leiði og legstein Jóns Magnússonar í Hólavallagarði. Jón var forsætisráðherra þegar Ísland öðlaðist fullveldi þann 1. desember árið 1918.

Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslendinga hafa ríkisstjórnin og skrifstofa Alþingis því ákveðið að leggja fé til að heiðra minningu Jóns.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að ásigkomulag legsteinsins og leiðisins sé ekki gott. 

Áletruð plata á legsteininum var fjarlægð fyrir nokkru vegna þess að hún var farin að brotna. Auk þess er legsteinninn sjálfur laskaður

Legsteinn Jóns stendur við hlið legsteins Péturs biskups Péturssonar og eru þeir um flest nákvæmlega eins.

Tilkynningu ráðuneytisins er hægt að lesa hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tveir teknir með fölsuð skilríki í Norrænu

Innlent

Al­menningur ekki varinn með inn­flutnings­banni

Innlent

„Plebba­skapur ein­stakra þing­manna“ þekki engin tak­mörk

Auglýsing

Nýjast

Klám­mynda­leik­kona vill verða ríkis­stjóri

For­dæma mútur skóla­stjórn­enda með pizzum

Bein út­sending: Aðal­fundur Isavia

Flytja í eigin í­búða­kjarna: „Ég mun sakna mömmu“

Icelandair varar far­þega við verk­föllum

Fimm um borð í leku skipi: Mikill viðbúnaður

Auglýsing