Innlent

Lagfæra leiði Jóns Magnússonar

Ríkisstjórnin og skrifstofa Alþingis leggja fé til þess að lagfæra leiði og legstein Jóns Magnússonar sem var forsætisráðherra þegar Ísland varð fullvalda árið 1918.

Myndin er tekin í Hólavallagarði. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Valgarður

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að fela minjastofnun að lagfæra leiði og legstein Jóns Magnússonar í Hólavallagarði. Jón var forsætisráðherra þegar Ísland öðlaðist fullveldi þann 1. desember árið 1918.

Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslendinga hafa ríkisstjórnin og skrifstofa Alþingis því ákveðið að leggja fé til að heiðra minningu Jóns.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að ásigkomulag legsteinsins og leiðisins sé ekki gott. 

Áletruð plata á legsteininum var fjarlægð fyrir nokkru vegna þess að hún var farin að brotna. Auk þess er legsteinninn sjálfur laskaður

Legsteinn Jóns stendur við hlið legsteins Péturs biskups Péturssonar og eru þeir um flest nákvæmlega eins.

Tilkynningu ráðuneytisins er hægt að lesa hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Innlent

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Innlent

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Auglýsing

Nýjast

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kona sleppur við fjárnám

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Auglýsing