Innlent

Lagfæra leiði Jóns Magnússonar

Ríkisstjórnin og skrifstofa Alþingis leggja fé til þess að lagfæra leiði og legstein Jóns Magnússonar sem var forsætisráðherra þegar Ísland varð fullvalda árið 1918.

Myndin er tekin í Hólavallagarði. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Valgarður

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að fela minjastofnun að lagfæra leiði og legstein Jóns Magnússonar í Hólavallagarði. Jón var forsætisráðherra þegar Ísland öðlaðist fullveldi þann 1. desember árið 1918.

Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslendinga hafa ríkisstjórnin og skrifstofa Alþingis því ákveðið að leggja fé til að heiðra minningu Jóns.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að ásigkomulag legsteinsins og leiðisins sé ekki gott. 

Áletruð plata á legsteininum var fjarlægð fyrir nokkru vegna þess að hún var farin að brotna. Auk þess er legsteinninn sjálfur laskaður

Legsteinn Jóns stendur við hlið legsteins Péturs biskups Péturssonar og eru þeir um flest nákvæmlega eins.

Tilkynningu ráðuneytisins er hægt að lesa hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Íbúar koma grindverki úti á götu til varnar

Innlent

„Eigna­tjón og til­finninga­tjón sem gleymist seint“

Innlent

Þurfa ekki að færa bústaðinn og greiða lambs­verð í leigu

Auglýsing

Nýjast

May brýnir klærnar en er í þröngri stöðu

Hæstiréttur klofnaði í bótamáli

Róhingjar verði ekki neyddir aftur til Myanmar

Nýr Kia e-Soul frumsýndur í LA

Æðakerfið í Tungná

Hæstiréttur lækkar bætur Snorra í Betel

Auglýsing