Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði í mörg horn að líta í gær­kvöldi og í nótt og eru alls 64 mál bókuð frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun.

Rétt eftir klukkan eitt í nótt óskuðu starfs­menn verslunar í mið­borginni eftir að­stoð vegna ölvaðs manns sem hafði lagt sig í versluninni. Lög­reglu­menn mættu á svæðið, vöktu manninn og hélt hann svo sína leið. Þá voru tveir ölvaðir menn hand­teknir fyrir utan fjöl­býlis­hús í Breið­holti. Þeir voru öskrandi og með ó­næði og voru hand­teknir vegna á­stands og fyrir að hafa ekki farið að fyrir­mælum lög­reglu.

Nokkur þjófnaðar­mál komu inn á borð lög­reglu. Í tvö skipti var um þjófnaði úr verslunum að ræða og þriðja málið var vegna þjófnaðar á tösku frá gesti á gisti­heimili. Þá var til­kynnt um tvö rúðu­brot í grunn­skólum á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöldi.

Lög­regla fékk svo tvær til­kynningar um sam­kvæmis­há­vaða í heima­húsum, annars vegar í Grafar­vogi og hins vegar í Vestur­bænum.

Reið­hjóla­slys varð í Elliða­ár­dalnum á sjötta tímanum í gær­kvöldi. Þar hafði ein­stak­lingur dottið á hjóli og slasast og voru lög­regla og sjúkra­lið send á vett­vang. Var hinn slasaði fluttur með sjúkra­bíl á bráða­mót­töku en frekari upp­lýsingar um slysið koma ekki fram í skeyti lög­reglu.