Sig­ríður Á. Ander­sen, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir að laga­stoðin fyrir á­kvörðun yfir­valda um að skylda fólk í far­sóttarhús sé „í besta falli á gráu svæði.“

Fólk sem kemur til landsins frá svo­kölluðum dökk­rauðum löndum þarf frá og með morgun­deginum að fara í far­sótta­rhúsum við komuna til landsins hvort sem það á hús að venda hér­lendis eða ekki.

„Mér finnst laga­stoðin fyrir þessari á­kvörðun í besta falli á gráu svæði,“ segir Sig­ríður. „Það er tvennt í þessu, það er skyldan til að dvelja í far­sótta­húsi sem er ekki for­taks­laus í sótt­varnar­lögum eins og við breyttum þeim í febrúar. Heldur þvert á móti á­réttaði þingið að far­sótta­hús væri réttur manna til að dvelja í þeim fyrir þá sem eiga ekki önnur hús að venda,“ bætir hún við.

Ekki gjaldtaka heldur sekt

Gert er ráð fyrir að gjald­taka fyrir hverja nótt í far­sótta­húsi hefjist 11. apríl og verður rukkað tíu þúsund krónur fyrir nóttina. Sig­ríður segir skýra laga­heimild skorta fyrir gjald­tökunni.

„Svo er hitt með gjald­tökuna að ég myndi segja það vantaði skýra laga­heimild fyrir þessari gjald­töku. Menn tala alltaf um að rukka en það er í raun og verið að sekta menn. Þetta er sekt,“ segir Sig­ríður.

Íslendingar á Spáni ekki skyldaðir í farsóttahús

Ljóst er að fjöl­margir Ís­lendingar sem eru er­lendis um páskana eiga eftir að vera skyldaðir í far­sóttahús við heimkomuna. Heilbrigðisráðuneytið ákvað hins vegar í dag að fjarlægja meginland Spánar af landalista sóttvarnalæknis þar sem til greint hvaða lönd eru skilgreind áhættusvæði vegna mikils nýgengis COVID-19 smita.

„Þetta er gert í ljósi þess mats ráðuneytisins að skilgreiningin samræmist ekki gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttkví, einangrun og sýnatöku á landamærum Íslands vegna COVID-19 þótt gögn skorti um smitstöðu í einu héraði landsins. Farþegar frá meginlandi Spánar skulu sæta sóttkví í heimahúsi eftir breytinguna en ekki á sóttkvíarhóteli,“ segir í tilkynningunni.

Fjölmargir Ís­lendingar eru á Spáni um þessar mundir meðal annars Brynjar Níels­son, þing­maður og Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son, hæsta­réttar­lög­maður, en eftir reglubreytingu ráðuneytisins sleppa þeir báðir við að fara í far­sóttar­hús við heimkomuna.