Kort­leggja á fjölda þeirra sem búa í at­vinnu­hús­næði á höfuð­borgar­svæðinu á næstu þremur mánuðum með nýju sam­starfs­verk­efni ASÍ, Slökkvi­liðsins og Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar.

Lög leyfa ekki að eftir­lits­aðilar fari inn í í­búðar­hús­næði og verður því byrjað á iðnaðar­hús­næðinu. Jón Viðar Matthías­son, slökkvi­liðs­stjóri á höfuð­borgar­svæðinu, segir þetta baga­legt. „Lögin eru svo­lítið að hindra eðli­lega fram­vindu. Við sjáum það hér og úti í heimi að hverfi þar sem var at­vinnu­hús­næði eru núna vin­sælustu hverfin, eins og hafnirnar í New York,“ segir hann.

Á­kveðið var að hefja vinnuna á höfuð­borgar­svæðinu og þróa að­ferða­fræði sem nýtast mun um land allt. Í til­kynningu frá ASÍ í febrúar kom fram að fimm til sjö þúsund manns byggju í ó­leyfis­í­búðum um landið. „Verk­efnið snýst um að komast að því hve vandinn er stór og kort­leggja hvort okkar tölur séu raun­veru­legar,“ segir Aleksandra Leonards­dóttir hjá ASÍ.

Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri segir að því hús­næði sem fólki stafar hætta af verði lokað. Það sé ekki mark­mið verk­efnisins að fara inn í hús­næði sem er öruggt og vísa fólki út heldur tryggja að það hús­næði sem er notað til bú­setu sé öruggt. Hann segir borgina hafi verið að ýta á eftir auknum heimildum fyrir eld­varnar­eftir­litið, sem eigi í raun allt sitt undir því að hús­eig­endur séu sam­vinnu­þýðir.