Um­boðs­maður Al­þingis hefur beint því til Land­spítalans að taka skipu­lag og starf­semi þriggja deilda á Kleppi til skoðunar eftir ný­lega skýrslu um á­kvarðarnir sem þar eru teknar gagn­vart frelsis­sviptum ein­stak­lingum. Vís­bendingar eru um að stjórnar­skrár­réttindi fólks hafi verið skert þar sem engar full­nægjandi laga­heimildir eru til staðar í ís­lenskri lög­gjöf til að taka á­kvarðanir gagn­vart frelsis­sviptum ein­stak­lingum á geð­heil­brigðis­stofnunum.

Um er að ræða fyrstu skýrslu um­boðs­manns Al­þingis á grund­velli OP­CAT-eftir­lits, þar sem farið var á þrjár lokaðar deildir geð­sviðs Land­spítalans á Kleppi, réttar­geð­deild, öryggis­geð­deild og á sér­hæfða endur­hæfingar­geð­deild þar sem ein­staklingar hafa verið vistaðir án sam­þykkis.

Fái ekki heimild til að taka ákvarðanir þó einstaklingur sé frelsissviptur

Fram kemur í skýrslunni að full­nægjandi laga­heimildir séu ekki til staðar í ís­lenskri lög­gjöf til að taka á­kvarðanir gagn­vart frelsis­sviptum ein­stak­lingum á geð­heil­brigðis­stofnunum. Þótt sjúk­lingur sé frelsis­sviptur á grund­velli lög­ræðis­laga eða dóms veiti það starfs­fólki geð­heil­brigðis­stofnana ekki sjálf­krafa heimild til að skerða slík réttindi sjúk­linga.

Þá segir að hér á landi sé engin sér­stök heild­stæð geð­heil­brigðisslög­gjöf né annar full­nægjandi laga­grund­völlur fyrir á­kvörðunum sem teknar séu í tengslum við með­ferð frelsis­sviptra ein­stak­linga um­fram það sem falli undir læknis­með­ferð. Þar af leiðandi hafi ýmis at­riði þarfnast meiri at­hugunar en gert hafi verið ráð fyrir í upp­hafi.

Tekið er fram að að­búnaður á deildunum þremur á Kleppi sé góður. Af­þreying, tóm­stunda­að­staða og endur­hæfing sé sömu­leiðis í góðu horfi sem og mönnun á deildunum.

„Á meðan ekki hefur verið bætt úr þessari stöðu er það niður­staða um­boðs­manns að beina því til Land­spítalans að taka skipu­lag og starf­semi deildanna þriggja á Kleppi til skoðunar með framan­greind at­riði í huga,“ segir í skýrslunni. Að þeirri greiningu lokinni sé rétt að spítalinn upp­lýsi við­komandi ráðu­neyti um niður­stöður hennar og í hvaða til­vikum spítalinn telji þörf á sér­stökum laga­heimildum.

Skýrsluna í heild má lesa hér.

OP­CAT stendur fyrir val­frjálsa bókun við samning Sam­einuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmi­legri, ó­mann­legri eða van­virðandi með­ferð eða refsingu (e. Optional Protocol to the Con­vention against Torture). Megin­mark­mið OP­CAT er virkt eftir­lit til að hindra að pyndingar eða önnur grimmi­leg, ó­mann­leg eða van­virðandi með­ferð eigi sér stað. Á grund­velli þess heim­sækir um­boðs­maður og starfs­menn hans staði þar sem ein­staklingar eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu