Gylfi Þór Þor­steins­son, for­stöðu­maður far­sóttar­húsa Rauða krossins, segir að á­föll í æsku hafi leitt til þess að hann lærði á­falla­hjálp og endaði þar sem hann er í dag, að hjálpa fólki að at­vinnu. Í við­tali í þættinum Manna­máli sem verður sýndur á fimmtu­dag segir Gylfi frá því að hann var ætt­leiddur við fæðingu frá Norður­landi og frá því hvernig bæði móðir hans og vinur voru myrt.

Þor­steinn og Sig­ríður ætt­leiddu Gylfa við fæðingu að beiðni blóð­móður hans, Stefaníu. En að sögn Gylfa Þórs var það ein­dregin ósk hennar að þannig væri því háttað.

„Ég var svo heppinn með for­eldra að það var aldrei neitt leyndar­mál að ég væri ætt­leiddur. Ef við fórum norður þá var Stefanía, mamma, alltaf heim­sótt líka. Ég átti bara tvær mömmur og mér fannst það æðis­legt,“ segir Gylfi Þór.

Hann segir að hann hafi kynnst blóð­syst­kinum sínum, í móður­ætt, sem öll eru tals­vert eldri en hann eigi í góðu sam­bandi við þau.

Gylfi segir að honum hafi aldrei þótt að­stæður sínar ó­eðli­legar og minnist þess þegar hann var um 11 til 12 ára og þá hafi það verið al­gengt að börn væru ætt­leidd frá Dan­mörku. Hann var fenginn til að tala við nokkra af þeim sem höfðu gengið í gegnum slíkar ætt­leiðingar og voru að hug­leiða hvort að það ætti að segja börnunum frá upp­runa sínum eða ekki.

„Ég var svo hissa að það ætti yfir­höfuð að leyna þessu. En er mjög þakk­látur að það var aldrei gert og bara talað mjög opin­skátt um það að ég væri ætt­leiddur,“ segir Gylfi Þór.

Gylfa Þór þekkja flestir vel af farsóttarhúsunum sem rekin eru í Reykjavík af Rauða krossinum.

Móðir hans myrt af bróður sínum

Móðir Gylfa, Sig­ríður, var myrt þegar Gylfi var 26 ára. Spurður hvernig það gerðist segir Gylfi frá því hvernig móður­bróðir hans keypti sér jörð fyrir norðan sem að bæði móðir hans og amma þurftu að skrifa undir með honum vegna þess að hann hafði sjálfur gengið í gegnum gjald­þrot.

Amma hans flytur á jörðina með frænda hans en deyr um tveimur mánuðum eftir það.

„Þegar amma deyr þá falla lánin á mömmu,“ segir Gylfi Þór og að mamma hans og pabbi hafi tekið lánið á sig en frændi hans átt að greiða það niður. Mamma hans hafi verið á leið norður með pappíra vegna þessa en að á sama tíma hafi frændi hans byrjað að hringja í pabba hans, hótað honum öllu illu og aug­sýni­lega verið búinn að drekka að­eins of mikið.

„Þetta er fyrir tíma gemsanna,“ á­réttar Gylfi og segir að pabbi hans hafi reynt að ná á mömmu hans en að­eins náð í frænku Gylfa sem mamma hans hafi ætlað að gista hjá og skilið þau skila­boð eftir að mamma hans ætti ekki að vera að fara að hitta bróðir sinn.

„Þetta er nú bróðir minn, ég þekki hann og þetta verður allt í lagi,“ voru að sögn Gylfa síðustu orð móður hans sem reyndust al­röng.

„Þegar hún kemur upp að bænum þá ræðst hann til at­lögu og hann í raun lemur hana til bana, bæði í bílnum og dregur hana svo inn í húsið og lýkur verkinu þar,“ segir Gylfi.

Þegar hann kom norður tók lög­reglan á móti honum og pabba hans. Þeir vissu þá ekki neitt og voru vissir um að hún hefði fengið ast­makast og látist.

Þeir fóru á lög­reglu­stöðina þar sem þeir hittu bróðir mömmu hans. Hann vottaði þeim sam­úð sína sem þeir gerðu, sömu­leiðis, hand­vissir enn um að hún hefði látist í ast­makasti.

„Ég man að mér fannst samt svo­lítið skrítið að hann væri á sokka­leistunum og ekki með neitt belti,“ segir Gylfi.

Þegar hún kemur upp að bænum þá ræðst hann til at­lögu og hann í raun lemur hana til bana, bæði í bílnum og dregur hana svo inn í húsið og lýkur verkinu þar

Þeir feðgar voru yfir­heyrðir sitt í hvoru lagi. Gylfi í stuttan tíma en pabbi hans í marga klukku­tíma og var ekki sagt frá því á þeim tíma hvað raunverulega gerðist. Þeir fóru svo upp á hótel og kveikja á sjón­varpinu þar sem þeir sjá í fréttum stöðvar 2 að kona hafi verið myrt á þessum bæ. Hann segir að stuttu seinna hafi lög­reglan verið komin á hótelið til að biðja þá af­sökunar.

„Í minningu er fréttin enn í gangi þegar við heyrum sí­renurnar koma,“ segir Gylfi.

Hann lýsir því hvernig mánuðirnir eftir hafi liðið hægt en honum hafi samt á sama tíma liðið eins og allt væri á fullri ferð í kringum hann. Hann lýsir því hversu illa honum leið í jarðar­förinni og að hann hafi alls ekki viljað vera þar.

„Mamma var alltaf mjög glað­lynd en ég hafði aldrei séð hana eins grimma og þarna. Það var greini­legt að hún var ó­sátt og við töluðum um það feðgar að svona höfðum við aldrei séð hana,“ segir Gylfi.

Man ekki eftir fyrsta ári elstu dótturinnar

Á sama tíma og þetta gerðist fæddist Gylfa elsta dóttir hans. Hann segir að hann muni lítið eftir fyrsta árinu eftir að hún fæddist en að það sem hafi komið honum í gegnum þessa erfiðu tíma hafi verið hlátur en það hafi alveg þurft að benda honum á að það mætti, þrátt fyrir að manni liði illa.

Á­föllunum var ekki lokið þá því stuttu seinni upp­lifði Gylfi Þór það að vinur hans og æsku­fé­lagi, Einar Örn Birgis­son, var myrtur af við­skipta­fé­laga sínum Atla Helga­syni. Hann segir að það sé auð­vitað annars konar á­fall en það hafi hitt hann illa því hann hafi verið á spítala með sýkingu og ekki getað tekið þátt í leitinni að Einari Erni.

Hann segir að hann muni vel eftir við­tali sem birtist við for­eldra Einars Arnar eftir þetta þar sem þau lýstu því að þau hafi ekki fengið neina leið­sögn og enginn talað við þau þegar hann var myrtur.

Þaðan hafi svo hug­myndin komið að læra á­falla­hjálp og svo ein­hverjum árum síðar hafi hann séð aug­lýsingu frá Rauða krossinum á Ís­landi þar sem aug­lýst var eftir fólki til að sinna við­bragðs­hópi sem sinnti á­falla­hjálp og hann hafi skráð sig í hann.

Við­talið, sem er lengra, verður sýnt í fullri lengd á fimmtu­daginn á sjón­varps­stöðinni Hring­braut klukkan 19 til 19.30.