Dr. Angeliqu­e Coetze, Suður-Afríski læknirinn sem var fyrstu til að til­kynna Ó­míkrón- af­brigðið til heil­brigðis­yfir­valda, segir í sam­tali við Telegraph að ein­kenni af­brigðisins séu „ó­venju­leg en væg“

Coetze til­kynnti yfir­völdum um af­brigðið þegar sjúk­lingar hennar í borginni Pret­oria byrjuðu að mæta með Co­vid-lík ein­kenni sem hún náði samt engan veginn utan um.

Um var að ræða sjúk­linga á mis­munandi aldri og úr mis­munandi lýð­fræði­hópum sem fundu fyrir þreytu­ein­kennum. Þá kom einnig sex ára barn til hennar með alltof háan púls.

Enginn af sjúk­lingunum hennar hafði glatað bragð- og lyktar­skyninu eins og al­gengt er hjá Co­vid-sjúk­lingum.

„Ein­kenni þeirra voru öðru­vísi en væg í saman­burði við aðra sjúk­linga sem ég hef unnið með,“ segir Coetze.

Þegar fjögurra manna fjöl­skylda greindist síðan með Co­vid-19 og var al­gjör­lega ör­magna til­kynnti hún það til heil­brigðis­yfir­valda í Suður Afríku.

Nýja afbrigði kórónuveirunnar.
Fréttablaðið/Getty

Sam­kvæmt Coetze hafa á annan tug sjúk­linga hennar greinst með nýja af­brigðið. Lang­flestir þeirra hafa verið full­frískir karl­menn sem hafa allt í einu fundið fyrir miklum þreytu­ein­kennum. Um helmingur þeirra sem hafa greinst hjá henni voru óbólu­settir.

Miklar vangaveltur eru um þetta nýja afbrigði og líkt og áður eru menn að velta fyrir sér spurningum á borð við; hversu hratt nýja afbrigðið dreifir sér, getu þess til að komast fram hjá þeirri vernd sem bóluefni veita og hvað sé hægt að gera.

Hingað til er staðfest tilfelli af nýja afbrigðinu mest í Suður-Afríku, vísbendingar eru þó um að það gæti hafa breiðst frekar út.

Prófessor Tulio de Oliveira, sem er forstöðumaður miðstöðvar fyrir faraldursviðbrögð og nýsköpun í Suður-Afríku, segir nýja afbrigðið koma að óvart, stökkbreytingar þess væru 50 í heildina, fleiri en 30 á broddpróteini þess.

de Oliveira, segir mikla stökkbreytingu ekki þurfa þýða neitt slæmt hins vegar sé mikilvægt að vita hvað þær geta gert.

Sumar stökkbreytinganna geri það erfiðara fyrir mótefni að þetta veiruna sem gæti leitt til þess að bóluefni virki verr.

Herða takmarkanir í Bretlandi

Bretar hafa hert takmarkanir vegna nýja afbrigðisins. Ferðamönnum frá sex löndum í sunnanverðri Afríku verður gert að fara í sóttkví við komuna til Bretlands.

Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segir vísindamönnum brugðið, enn sé verið að rannsaka afbrigðið.