Maður hefur verið hand­tekinn grunaður um að hafa stungið lækni sem var í em­bættis­erindum í heima­húsi á Amager í Kaup­manna­höfn. DR greinir frá.

Dan­marks Radio segir lög­regluna hafa verið kallaða að húsi á Hol­m­blads­gade á Amager nú fyrir há­degi eftir til­kynningu um hnífs­stungu. Hol­m­blads­ga­de er skammt frá stúdenta­garðinum Ör­esund­kollegiet þar sem margir ís­lenskir náms­menn hafa dvalið gegn um tíðina.

Lög­reglan segir frá því á Twitter að um læknirinn sé karl­maður sem hafi verið í hús­vitjun. Tví­sýnt sé um heilsu hans eftir hnífs­stunguna.

Fram kemur hjá Dan­marks Radio að meintur hnífa­maður hafi verið hand­samaður fljót­lega eftir verknaðinn. Hann sé þrjá­tíu ára og verði leiddur fyrir fyrir dómara í fyrra­málið.

Ekstra Bladet hefur eftir lög­reglunni að læknirinn sé 64 ára gamall. Blaðið hefur síðan eftir vitni að blóð hafi verið á mal­bikinu utan við húsið. Svo hafi virst sem læknirinn hafi verið að reyna að flýja. „En það blæddi mjög mikið úr maga hans og hann féll til jarðar og lá þar,“ er haft eftir þessu vitni.