Læknir hefur verið á­kærður fyrir að fram­kvæma læknis­fræði­lega skoðun undir á­hrifum á­fengis. Em­bætti héraðs­sak­sóknara lagði fram á­kæruna þar sem læknirinn er sakaður um að brot á lög­um um heil­brigðis­­starfs­­menn í op­in­beru starfi. Þetta kemur fram á mbl.is.

Ölvaður á lög­reglu­stöðinni

Síðast­liðinn ágúst á læknirinn að hafa komið í út­kall á lög­reglu­stöðina við Hverf­is­­götu í Reykja­­vík til að fram­kvæma réttar­læknis­fræði­lega skoðun á sak­borningi sem stað­settur var á stöðinni.

Blóð­sýni var tekið úr lækninum eftir skoðunina og kom þá í ljós að á­feng­is­­magn í blóði lækn­is­ins mældist 1,48 pró­mill. Vert er að taka fram að ó­lög­legt er að setjast undir stýri með 0,50 prómill í blóð.