Starfs­menn á Reykja­lundi hafa ekki fengið nein við­brögð við yfir­lýsingu um van­traust á stjórn endur­hæfingar­mið­stöðvarinnar en þetta stað­festir Magda­lena Ás­geirs­dóttir, for­maður lækna­ráðs á Reykja­lundi og full­trúi starfs­manna, í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Þetta er ó­fremdar­á­stand hérna og bara stjórnunar­krísa sem rak okkur í þessar að­gerðir,“ segir Magda­lena og vísar þar til brott­reksturs for­stjóra Reykja­lundar fyrr í vikunni og síðan for­stöðu­manns lækninga í gær. „Við höfum engan til þess að leita til nema þá for­stjóra sem hegðar sér svona,“ segir Magda­lena og segir um vera að ræða yfir­gengi­lega stjórnunar­hætti.

114 starfsmenn skrifuðu í morgun undir yfirlýsingu um vantraust á stjórn Reykjalundar.

Starfs­mönnum stór­lega mis­boðið

Að sögn Magda­lenu var á­kveðið að lýsa yfir van­trausti eftir starfs­manna­fund í morgun. „Okkur var svo stór­kost­lega mis­boðið og allir hrein­lega í sorg,“ segir Magda­lena en 114 starfs­menn skrifuðu undir yfir­lýsinguna en ekki allir sem vildu náðu að skrifa undir.

„Við erum öll enn­þá í vinnunni og að hugsa um okkar skjól­stæðinga þó við séum ekki að sinna hefð­bundinni endur­hæfingu í dag,“ segir Magda­lena en greint var frá því í morgun að starfs­fólk hafi á­kveðið að gefa endur­hæfinga­sjúk­lingum frí í dag þar sem starfs­fólk hafi ekki treyst sér til að við­halda starf­seminni.

Óska eftir að heil­brigðis­ráð­herra grípi inn í stöðuna

„Við viljum bara losna undan stjórn SÍBS,“ segir Magda­lena en líkt og kemur fram í yfir­lýsingunni óska starfs­menn eftir að heil­brigðis­ráð­herra grípi inn í stöðuna með ein­hverjum hætti. Þrátt fyrir að Reykja­lundur sé ekki opin­ber stofnun þá er mið­stöðin rekin á opin­beru fé.

„Þetta er náttúru­lega bara ógnar­stjórn maður veit ekki hvað kemur næst. Starf­semin hér hefur verið í svo miklum blóma og Reykja­lundur hefur notið svo góðs orð­stírs ára­tugum saman og starfs­fólki hérna þykir svo gríðar­lega vænt um sinn vinnu­stað en upp­lifa núna hrein­lega að verið sé að eyði­leggja ævi­starf þeirra,“ segir Magda­lena að lokum.