Læknar eru afar á­hyggju­fullir yfir nýju æði sem gripið hefur um sig á sam­fé­lags­miðlinum TikTok. Þar sést fólk brúna kjúk­ling í lyfi í vökva­formi sem notað er gegn kvefi og flensu. Þeir segja neyslu á þessu afar hættu­lega enda geti fólk inn­byrt hættu­legt magn af lyfinu með al­var­legum af­leiðingum.

Í sumum mynd­skeiðum sjást not­endur nota allt af því hálfa flösku af lyfinu NyQil og kallast ,rétturinn' NyQil-kjúk­lingur eða svæfandi kjúk­lingur.

Í sumum myndskeiðum sjást notendur nota allt af því hálfa flösku af lyfinu NyQil.
Mynd/TikTok

Læknirinn Jeff Foster segir í sam­tali við breska götu­blaðið The Sun að aldrei eigi að taka mark á neinu sem sagt er læknis­ráð og birtist með þessum hætti á sam­fé­lags­miðlum.

„Þetta á það til að leiða fram það versta í sumum málum, til að mynda eins og Darwinísk nálgun and­stæðinga bólu­setninga sem stunda „læknis­rann­sóknir“ á miðlum eins og Face­book og Insta­gram. NyQu­il-kjúk­lingurinn er þar engin undan­tekning. Sú hug­mynd að drekkja hvaða mat­vöru sem er í lyfi í þeirri trú að því fylgi ein­hver ný­móðins heilsu­bót eða lækning er ekki bara heimsku­legt heldur ó­trú­lega hættu­legt“, segir hann.

Mikil hætta á of­skammt

„Þegar þú eldar hósta­meðal eins og NyQu­il, sýður þú burt vatnið og alkó­hólið og kjúk­lingurinn situr eftir gegn­sýrður með gríðar­legt magn lyfsins í kjötinu. Ef þú neytir einnar ful­l­e­ldaðrar sneiðar er það líkt og að neyta fjórðungs eða hálfrar flösku af NyQu­il.“

Í sumum mynd­skeiðum sjást not­endur TikTok sjóða hráan kjúk­ling í einungis fimm mínútur áður en þeir neyta hans. Þetta getur haft al­var­legar af­leiðingar burt séð frá lyfinu enda er hrár eða lítið eldaður kjúk­lingur lík­legur til að valda matar­eitrun.

„Við erum með skammta­stærðir fyrir lyf af á­stæðu. Ef þú gegn­sýrir mat í því og eldar þá eru mjög miklar líkur á að þú takir inn of­skammt eða í það minnsta hafir ekki hug­mynd um hvað þú tekur mikið inn.“

@systemofaclown69

♬ sonido original - Lucianeka