Þann 26. nóvember undir­ritaði þá­verandi um­hverfis­ráð­herra Guð­mundur Ingi Guð­brands­son undir frið­lýsingu á Dröngum á Ár­nesi. Berg­þór Ólas­son, þing­maður Mið­flokksins, full­yrti í dag á Al­þingi að þetta hefði verið gert kvöldið áður en lykla­skipti urðu í ráðu­neytinu og Guð­laugur Þór Þórðar­son tók við.

„Hvaða æsingur er þetta út af stað­festingu ráð­herra á frið­lýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum?“ spyr Tómas Guð­bjarts­son, betur þekktur sem Lækna-Tómas, í færslu á Face­book.

Hann segir um að ræða eina mestu náttúru­perlu sem Ís­land hafi upp á að bjóða. Land­eig­endur hafi átt frum­kvæði af frið­lýsingunni og Guð­mundur Ingi verið „al­gjör­lega sam­kvæmur sjálfum sér með því að skrifa undir.“ Hann hafi enn setið í em­bætti er hann gerði það og frá upp­hafi stutt frið­lýsinguna.

Hall­æris­legt að gera frið­lýsinguna tor­tryggi­lega

„Það er síðan grát­legt að full­trúi sveitar­fé­lagsins hafi einn verið mót­fallinn frið­lýsingunni en enn hall­æri­legra hvernig Mið­flokks­menn reyna nú að að gera frið­lýsinguna tor­tryggi­lega. Er verið að veiða at­kvæði eða halda menn á þeim fá­menna bæ í al­vöru að Hvalár­virkjun verði að veru­leika?“ spyr Tómas enn fremur.

„Rann­sóknar­leyfi Vestur­verks var ekki einu sinni endur­nýjað sl. vor og því ú­t­rúnnið. Sem eru frá­bærar fréttir fyrir náttúru Stranda og vonandi allra síðasti naglinn í líkistu Hvalár­virkjunar. Náttúra Stranda er loks rísandi afl - öllum Ís­lendingum til heilla. Frá­farandi um­hverfis­ráð­herra verður minnst fyrir stuðning sinn við friðun þessarar náttúru­perlu á meðan hinir gráðugu munu gleymast.“