Innlent

Tómas fjar­lægir kúlu úr heila Út­eyjar­­­fórnar­lambs

Tómas Guð­bjarts­son var læknis­fræði­legur ráð­gjafi við gerð kvik­myndarinnar July 22 og fjallar um voða­verk Anders Breivik í Útey. Þá bregður hann sér í hlut­verk Dr. Tomas sem fjar­lægir byssu­kúlu úr heila einnar aðal­per­sónunnar.

Tómas Guðbjartsson og Andri Wilberg Orrason með einum aðalleikaranum í 22 July, Jonas Strand Gravli eftir langan tökudag í Keflavík.

Netflix frumsýndi í gær stórmyndina 22. July eftir leikstjórann Paul Greengrass en myndin fjallar um voðaverkin sem Anders Breivik framdi í Noregi þennan dag 2011. Myndin var tekin upp að hluta á Íslandi og fjöldi Íslendinga kom að framleiðslunni. 

Þannig var hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson læknisfræðilegur ráðgjafi við gerð myndarinnar og brá sér í hlutverk skurðlæknisins, Tomas, sem fjarlægir brot úr byssukúlu úr heila einnar aðalpersónunnar sem varð fyrir barðinu á Breivik í Útey.

„Greengrass var mjög kröfuharður en almennilegur og tók okkur vel,“ segir Tómas í samtali við Fréttablaðið en hann kemur við sögu í atriði myndarinnar sem tekið var upp í Keflavík. „Sérlega klár náungi og búinn að pæla í öllum smátriðum. En handritið var meira sem rammi og svo spunnið út frá því á staðnum.“

Skurðteymið á sjúkrahúsinu í Keflavík ásamt Greengrass sem var tl í að stilla sér upp á mynd með þeim ásamt tveimur tveimur rísandi norskum stjörnum, Paul kvikmyndatökumanni og Jonas Strand Gravli sem leikur eitt aðalhlutverkanna.

Það var í gegnum framleiðslufyrirtækið True North sem Tómas var fenginn að verkinu sem ráðgjafi. Hann segir það hafa verið sjálfsagt mál enda búinn að vera í læri hjá Baltasar Kormáki í Eiðnum og Degi Kára við gerð The Good Heart.

Tómas segir þetta hafa endað með því að hann hafi verið fenginn til þess að leika sjálfan sig í vinnunni, að vísu bráða- og heilaskurðlækni með skurðteyminu af Landspítalanum háskólasjúkrahúsi.

Upptökurnar fóru fram á sjúkrahúsinu í Keflavík. „Þetta var sérlega skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir allt teymið en margir Íslendingar koma mikið við sögu.“

Paul Greengrass er margverðlaunaður leikstjóri sem hefur gert þrjár kvikmyndir um ofurnjósnarann Jason Bourne og sannsögulegu myndirnar Captain Phillips, Bloody Sunday og United 93 sem fjallaði um atburði í einni flugvélinni sem rænt var 11. september 2001. Fyrir þá mynd var hann tilnefndur til Óskarsverðlaunanna sem besti leikstjórinn.

Skjáskot/Netflix

22. July var sem fyrr segir tekin upp að hluta á Íslandi og fjöldi Íslendinga kom að framleiðslu myndarinnar, þar á meðal Margrét Einarsdóttir sem sá um búningahönnun myndarinnar, Tinna Ingimarsdóttir sá um förðun, Finni Jóhannsson sá um framleiðslustjórn, Árni Gústafsson hljóðblandaði og Marta Luiza Macuga sá um leikmyndahönnun á Íslandi. Og svo mættu Tómas og skurðteymið til leiks.   

Tómas hefur birt nokkrar myndir frá tökunum á Facebook þar sem hann þakkar sérstaklega samstarfsfólki sínu sem tók þátt í verkefninu með honum, þeim Andra Wilberg Orrasyni, Þorgerði Sigurðardóttur, Vigdísi Árnadóttur, Kristínu Hlín Pétursdóttur, Martinu V Nardini, Rut Sigurjonsdóttur og Jóni Garðari Viðarssyni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing