Hagfræðingar sem fylgjast með fasteignamarkaði í Danmörku ráðleggja fólki í kauphugleiðingum að horfa til lengri tíma. Benda þeir á að dregið hafi úr eftirspurn og teikn séu því á lofti um að fasteignaverð lækki um fimm til tíu prósent á næstunni.

Að sögn Danmarks Radio ber tveimur sérfræðingum sem rætt var við saman um þetta. Vilji fólk kaup núna þurfi það að geta horfst í augu við að verð eigna þeirra geti síðan lækkað tímabundið. Mikivægt sé að velja íbúð af kostgæfni þannig að hún henti viðkomandi til lengri tíma því dýrkeypt geti orðið að losa sig við eignina til að kaupa aðra sem hæfir þörfunum betur.