Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, færði stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi niður á stig þrjú í nýjustu útfærslu CDC sem birtist í fyrradag.

Ísland var fært upp á þriðja stig í upphafi ágúst og fjórða stig stuttu síðar.

Ísland er eitt átta ríkja sem eru færð niður um eitt stig ásamt Argentínu, Frakklandi, Lesothó, Morokkó, Nepal, Portúgal og Suður-Afríku.

Það enn mælst fyrir því að vera fullbólusettur fyrir ferðalag til Íslands og gæta allra sóttvarna.