Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, vísinda-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir að líka við yfir­lýsingu fjöl­miðla­mannsins Loga Berg­manns þar sem hann segist vera saklaus af ofbeldi sem hann hefur verið bendlaður við gegn Vítalíu Lazarevu.

Bar­áttu­konan Sól­ey Tómas­dóttir segir að þótt „lækið“ sé smá­mál í saman­burði við of­beldið þá skipti það máli ef það særir þol­endur.

„Ef lækið særir ein­hverja þol­endur þá er það nóg. Fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra á að haga sér þannig að særi ekki þol­endur, allt stjórn­mála­fólk á að hegða sér þannig,“ segir hún.

„Ég skil vel að fólki þyki vænt um vini sína, líka meinta ger­endur. En við getum sýnt þeim stuðning og væntum­þykju án þess að það bitni á þol­endum. Og okkur ber að reyna að fá þá til að horfast í augu við sann­leikann og finna leiðir til að axla á­byrgð. Allt sem við gerum, líka hvernig við styðjum meinta ger­endur þegar svo ber undir, þarf samt að vera án þess að við særum eða ýtum undir van­líðan þol­enda.“

Að sögn Sól­eyjar skiptir það ekki máli af hverju fólk líkar við til­teknar færslur, heldur skiptir mestu máli hvort það valdi þol­endum þjáningu eða ekki.

„Stóra læk­málið er auð­vitað al­gert smá­mál í saman­burði við of­beldið sem Víta­lía lýsir, en þetta gefur okkur öllum til­efni til að muna að vinna allt á for­sendum þol­enda. Það skiptir engu máli hvers vegna ég læka. Ef ég læka eitt­hvað og það veldur þolanda þjáningu eða van­líðan, þá ætti það að vera nóg. Fyrrum dóms­mála­ráð­herra á að vita þetta. Allt stjórn­mála­fólk á að vita þetta. Og haga sér í sam­ræmi við það. Hjálpum meintum ger­endum að vinna í sínum málum, en gerum það ekki þannig að það særi þol­endur,“ segir hún.

Ættu ráð­herrar að vera á sam­fé­lags­miðlum?

Sam­fé­lags­miðla­ráð­gjafinn Sunna Ben tekur undir að það sé ó­við­eig­andi af ráð­herra og á­hrifa­fólki að líka við yfir­lýsingar meintra ger­enda á sam­fé­lags­miðlum og segir að opin­berar mann­eskjur þurfi að huga að stöðu sinni í sam­fé­laginu áður en þau setja þumal við slíkar færslur.

„En á sama tíma þá finnst mér svo­lítið skugga­legt að þetta læk sé það sem allir eru að tala um. Vissu­lega er ég sam­mála því að það er ó­við­eig­andi og mér finnst eins og það eigi bara svo­lítið eftir að taka ein­hverja um­ræðu á Ís­landi, hvernig fólk hegðar sér fag­mann­lega á sam­fé­lags­miðlum. Ættu ráð­herrar að vera með per­sónu­lega síðu og lýsa yfir per­sónu­legum skoðunum eða ættu ráð­herrar bara að vera með opin­bera síðu, alla­vega á meðan þeir eru í starfi?“

Sunna telur það ó­lík­legt að ráð­herrar og fólk í opin­berum stöðum úti í heimi myndu líka við slíkar færslur á sínum per­sónu­legu sam­fé­lags­miðlum og kallar eftir skýrari hegðunar­reglur fyrir fólk í þessum stöðum hér á landi.

Það er bara allur fókusinn núna á Ás­laugu Örnu fyrir eitt­hvað ós­mart læk á Face­book. Ef ég ætti að skrá það í ein­hvers konar glæpa­skrá hjá mér þá er það ekki hátt á lista. Þó að mér finnist það ó­geðs­lega ó­fag­mann­legt og með­virkt og ekki flott og ekki í lagi þá er hitt sem um ræðir á öðrum kalí­ber.

„Það þarf að vera ein­hver reglu­gerð í kringum þetta af því að sam­fé­lags­miðlar eru bara það stór hluti af lífi fólks og það hefur aldrei verið jafn stutt á milli al­mennings og fyrir­tækja, stofnana, stjórn­mála­fólks, frægs fólks, ein­hvern veginn. Fólk þarf líka kannski bara að taka á­byrgð og á­kveða hvað það ætlar að vera í miklum tengslum við um­heiminn og hvernig þetta á allt að fara fram,“ segir hún.

Að sögn Sunnu er þó mikil­vægt að missa ekki sjónar á því sem raun­veru­lega skiptir máli í þessu sam­hengi, það er að segja á­sakanirnar sjálfar.

„En það sem mér finnst ó­þægi­legt í þessu er að núna eru tvær mest lesnu fréttirnar á Vísi um hana á meðan greinin um þessa menn er komin í 10. sæti. Við erum að tala um hana í allan dag og allir eru brjálaðir út í hana en við erum ekki að tala um þá. Hér eru fimm menn sem eru sakaðir um að gera ó­geðs­lega hluti við stelpu sem er alveg ljón­hug­rökk,“ segir Sunna.

Hún í­trekar að þó henni finnist læk Ás­laugar Örnu takt­laust þá sé það ekki nærri því jafn slæmt eins og brotin sem fimm­menningarnir hafa verið sakaðir um.

„Það er bara allur fókusinn núna á Ás­laugu Örnu fyrir eitt­hvað ós­mart læk á Face­book. Ef ég ætti að skrá það í ein­hvers konar glæpa­skrá hjá mér þá er það ekki hátt á lista. Þó að mér finnist það ó­geðs­lega ó­fag­mann­legt og með­virkt og ekki flott og ekki í lagi þá er hitt sem um ræðir á öðrum kalí­ber.“