Stjórn blaða­manna­fé­lagsins segir í til­kynningu að læsing kvöld­frétta Stöðvar 2 fyrir á­skrif­endum sé „lægsti punktur í sam­tíma­sögu ís­lenskra fjöl­miðlunar“ og að það segi ömur­lega sögu um stöðuna á fjöl­miðla­markaði í dag. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Blaða­manna­fé­laginu.

Til­kynnt var fyrr í vikunni að frá og með næsta mánu­degi verður Stöð 2 hrein á­skriftar­stöð og þar með allt efni stöðvarinnar, þar með talið fréttir, í læstri dag­skrá. Frá því að stöðin opnaði fyrir 34 árum hefur frétta­stofan á­vallt miðlað fréttum í opinni dag­skrá til al­mennings.

Í til­kynningu frá Blaða­manna­fé­laginu segir að það sé „þungt á­fall fyrir ís­lenska sam­fé­lags­um­ræðu“ og að það sé á­fellis­dómur yfir þeim rekstrar­skil­yrðum sem fyrir­tækjum hefur verið búinn á þessum markaði frá því að frelsi á ljós­vaka­markaði varð að veru­leika um miðjan níunda ára­tug síðustu aldar.

Óeðlileg starfsskilyrði

Þá er bent á að Sam­keppnis­eftir­litið hafi í­trekað bent á að lög­gjafinn hafi á­kveðið fyrir­tækjum á þessum markaði ó­eðli­leg starfs­skil­yrði og að það sé slæmt að fréttirnar verði héðan af í lokaðri dag­skrá þar sem það minnki sam­keppni á ljós­vaka­markaði.

„Það er út af fyrir sig þrek­virki að fréttir Stöðvar 2 hafi verið í opinni dag­skrá í 34 ár í því sam­keppnis­um­hverfi sem stöðinni hefur verið búin. Hvaða annar sam­keppnis­rekstur býr við það að 2/3 hlutar rekstrar­kostnaðar sam­keppnis­aðilans séu greiddir, vegna fyrir­mæla ríkis­valdsins?“ segir í til­kynningunni.

Áður hafi Skjár 1 hætt frétta­út­sendingum og að síðan þá hafi þriðji aðili aldrei náð að fóta sig. Aðrar stöðvar sem reyni að hasla sér völl eigi erfitt fyrir vegna þess að vit­laust er gefið og að sam­fé­lags­um­ræðan líði fyrir það.

„Það er von Blaða­manna­fé­lags Ís­lands að þessi á­kvörðun eig­enda Stöðvar 2 verði ekki til þess að fréttir stöðvarinnar leggist af fyrir fullt og allt. Það yrði enn meiri aftur­för og á­fall fyrir sam­fé­lags­um­ræðu í landinu,“ segir í til­kynningunni.

Segir að lokum að á meðan fjöl­miðla­markaður og tekju­líkan þess sé enn að að­lagast net­væðingunni þurfi hið opin­bera að koma að málum með svipuðum hætti og er gert í ná­granna­löndunum.

„Net­væðingin hefur eyði­lagt hefð­bundið tekju­líkan fjöl­miðla og það er enn ekkert komið í staðinn, þrátt fyrir að notkun á fjöl­miðlum hafi aldrei fyrr verið jafn mikil. Það eru tæki­færi sam­fara tækninni, eins og dæmin sýna, en fjöl­miðlar þurfa tíma til að fóta sig í nýjum veru­leika. Í milli­tíðinni þarf hið opin­bera að koma að málum með sam­bæri­legum hætti og gert er í ná­granna­löndum okkar. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, þraut­reyndar að­ferðir í þeim efnum eru fyrir hendi.“