Vegna vinnu í dælu­stöð á Reyni­svatns­heiði geta í­búar í Breið­holti, Kópa­vogi, Garða­bæ og Hafnar­firði fundið fyrir lægri þrýstingi á heitu vatni fram eftir degi.

Greint er frá þessu í til­kynningu frá Veitum. Þar segir enn frekar að búast megi við því að þrýsti­fallið verði einna mest í þeim byggðum er standa hátt í landinu.

Sam­kvæmt til­kynningu er nú verið að taka í notkun nýjar dælur sem eiga að auka af­kasta­getu Suðu­r­æðar. Það er stofn­lögn hita­veitu sem flytur heita vatnið til byggðanna sem taldar eru upp hér að ofan.