Í dag er spáð norðvestan 3 til 10 metrum á sekúndu og skúrum fyrir norðan og austan. Léttskýjað er sunnan- og vestan til á landinu og verður hiti á bilinu 6 til 15 stig, hlýjast syðst.

Á morgun er spáð suðvestlægri átt 3 til 8 metrum á sekúndu og bjartviðri að mestu leiti. Þó er skýjað með köflum og stöku skúrir vestan til.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að lægð nálgist landið á miðvikudag, og má búast við rigningu og hvassri suðaustanátt sums staðar, en úrkomuminna norðaustan til.

Á fimmtudag er búist við að lægðin verði suður af landinu. Ákveðin austlæg átt með rigningu á sunnanverðu landinu og talsverðri úrkomu á Suður- og Suðausturlandi. Lengst af þurrt og bjart fyrir norðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Hægt vaxandi suðlæg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir vestanlands síðdegis. Þykknar upp vestan til um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig.

Á miðvikudag:
Suðaustanátt 5-10 m/s en 10-18 suðvestan til. Rigning eða skúrir, en úrkomulítið norðaustanlands. Lægir vestast um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Austlæg átt og allvíða væta með köflum, einkum suðaustan til. Hiti 10 til 15 stig.

Á föstudag:
Snýst í norðlæga átt með skúrum. Léttir til sunnan til um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Minnkandi norðanátt og stöku skúrir en bjart með köflum suðvestan til. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnanlands.

Á sunnudag:

Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt, skýjað og lítilsháttar væta á víð og dreif. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast syðst.