Búast má við vestan og norðvestan átt 3 til 10 metrar á sekúndu og sums staðar dálítil væta en þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu.

Hiti á bilinu 7 til 14 stig yfir daginn.

Hlýjast verður á austanverðu landinu en svalast á Vestfjörðum.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðing Veðurstofu Íslands að búast megi við lægð úr suðvestri á laugardag með austanátt og rigningu sunnan- og vestan til,

hins vegar verður úrkomulítið á Norðausturlandi.

Á sunnudag er útlit fyrir suðvestlæga átt með skúrum og hiti 8 til 14 stig.

Veður­horfur á landinu næstu daga


Laugar­dagur:
Aust­læg átt 8-13 m/s og rigning, en hægari og úr­komu­lítið á norðan­verðu landinu fram undir kvöld. Hiti 7 til 12 stig.

Sunnu­dagur:
Suð­vestan 5-10 og skúrir, en létt­skýjað norð­austan til á landinu. Sunnan 8-13 um kvöldið og rigning sunnan- og vestan­lands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast um landið norð­austan­vert.

Mánudagur:
Stíf vest­læg átt og víða rigning. Lægir og styttir upp seinni­partinn, fyrst á sunnan­verðu landinu. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Aust­fjörðum.

Þriðju­dagur:
Á­kveðin norðan­átt og tals­verð rigning eða slydda á austan­verðu landinu, en hægari og þurrt vestan til. Hiti frá 2 stigum í inn­sveitum norð­austan­lands, upp í 10 stig á Suð­vestur­landi.

Mið­viku­dagur (haust­jafn­dægur):
Norð­vest­læg átt með rigningu eða slyddu á norðan­verðu landinu, en skúrir sunnan­lands. Svalt í veðri.

Fimmtu­dagur
Út­lit fyrir norð­læga átt og rigningu eða slyddu fyrir norðan, en létt­skýjað sunnan til. Hiti breytist lítið.