Í dag gengur lægð austur yfir land. Henni fylgir austan og norðaustan kaldi eða strekkingur, en heldur hvassara í vindstrengjum norðvestantil á landinu. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að um allt land verður úrkoma. Á sunnanverðu landinu verður rigning en á norðanverðu landinu verður víða slydda og snjókoma.
Á morgun á smám saman að lægja en þó verða enn einhver él á norðanverðu landinu og skúrir suðaustanlands.
Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig yfir daginn, mildast sunnantil, en næturfrost víða um land.
Víða á landinu er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og því gott að skoða færðarkort Vegagerðarinnar áður en haldið er í ferðalag.
Yfirlit: Þjónustusími Vegagerðarinnar, 1777, verður opinn í sumar á milli kl. 6:30 – 20:00 alla virka daga, og á milli kl. 8:00 – 16:00 um helgar. Hægt er að fylgjast með á færðakorti Vegagerðarinnar sem má sjá hér: #færðin https://t.co/On4TGJQx5K
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 3, 2022
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt, en gengur í norðvestan og vestan 8-13 eftir hádegi. Slydda eða snjókoma með köflum, en sums staðar rigning við ströndina, einkum sunnan- og austantil. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.
Á föstudag:
Snýst í suðvestan 5-13 með dálitlum skúrum eða éljum, en léttir til austanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á laugardag:
Fremur hæg suðvestanátt og skúrir, en bjart að mestu á Austurlandi. Hiti 3 til 9 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Snýst í suðaustanátt með súld eða dálítilli rigningu, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hlýnar í veðri.