Í dag gengur lægð austur yfir land. Henni fylgir austan og norð­austan kaldi eða strekkingur, en heldur hvassara í vind­strengjum norð­vestan­til á landinu. Í hug­leiðingum veður­fræðings kemur fram að um allt land verður úr­koma. Á sunnan­verðu landinu verður rigning en á norðan­verðu landinu verður víða slydda og snjó­koma.

Á morgun á smám saman að lægja en þó verða enn ein­hver él á norðan­verðu landinu og skúrir suð­austan­lands.

Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig yfir daginn, mildast sunnan­til, en nætur­frost víða um land.

Víða á landinu er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og því gott að skoða færðarkort Vegagerðarinnar áður en haldið er í ferðalag.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á fimmtu­dag:

Fremur hæg breyti­leg átt, en gengur í norð­vestan og vestan 8-13 eftir há­degi. Slydda eða snjó­koma með köflum, en sums staðar rigning við ströndina, einkum sunnan- og austan­til. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.

Á föstu­dag:

Snýst í suð­vestan 5-13 með dá­litlum skúrum eða éljum, en léttir til austan­lands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á laugar­dag:

Fremur hæg suð­vestan­átt og skúrir, en bjart að mestu á Austur­landi. Hiti 3 til 9 stig.

Á sunnu­dag og mánu­dag:

Snýst í suð­austan­átt með súld eða dá­lítilli rigningu, en þurrt að kalla á Norður- og Austur­landi. Hlýnar í veðri.