Veður

Lægðagangur í kortunum

Í dag hlýnar og það verður hvasst og nokkuð um úrkomu á Suður- og Vesturlandi, en hægari vindur og úrkomulítið fyrir norðan og austan. Veðrið breytist í kvöld og næstu daga verður lægðagangur. Snjókoma og skafrenningur gætu valdið vandræðum á þjóðvegum í dag.

Veðurstofan segir að það sé útlit fyrir talsverðan lægðagang næstu daga, með rigningu og hvassviðri. Fréttablaðið/Eyþór

Í dag spáir Veðurstofan vaxandi suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi, 13-18 m/s með morgninum og snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu á láglendi. Veður mun hlýna og hiti verður á bilinu 1 til 6 stig eftir hádegi.

Á Norður- og Austurlandi verður hægari vindur og úrkomulítið, með minnkandi frosti.

Það lægir um tíma sunnan heiða seinnipartinn, en svo bætir aftur í vind og rigningu seint í kvöld og það fer að snjóa norðanlands.

Það gengur svo í hvassa suðvestanátt fyrripartinn á morgun með skúrum, en austanlands verður hægari vindur og léttir til.

Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að það megi búast við talsverðri snjókomu á Hellisheiði milli kl. 8 og 13 í dag, með lélegu skyggni, og að það megi búast við snjókomu á norðvestanverðu og austanverðu landinu um tíma eftir hádegi.

Útlit er fyrir talsverðan lægðagang næstu daga, hvasst og úrkomusamt með köflum.

Skafrenningur og hríð fyrir hádegi

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að á undan hitaskilum með morgninum versnar veður eftir kl. 8 með skafrenningi. Frá kl. 10 verða 15-20 m/s með hríð og takmörkuðu skyggni frá Sandskeiði og austur fyrir fjall. Svo lægir og hlánar upp úr kl. 13 til 14. Eins í Þrengslum, Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði.   

Færð í öllum landshlutum

Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært eða hálkublettir en hálka á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjósarskarði. 

Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er í Haukadal og á Heydal. 

Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum. Víða þungfært á Ströndum, en unnið að hreinsun. Einhver skafrenningur er á fjallvegum. 

Norðurland: Hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. 

Norðausturland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar og einhver éljagangur. Þæfingsfærð er í Bárðardal og ófært um Hólasand. 

Austurland: Hálka eða snjóþekja á vegum.

Suðausturland: Þar er hálka eða hálkublettir á vegum.

Suðurland: Hálka eða hálkublettir nokkuð víða en greiðfært á nokkrum köflum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Veður

Norðanhríð, snjóflóðahætta og snarpar vindhviður

Veður

Hægviðri en éljagangur í dag

Auglýsing

Nýjast

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Auglýsing