Upp úr klukkan hálf eitt í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um ölvaðan mann sem lá í götunni á Mosfellsheiði. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en viðkomandi var í kjölfarið vistaður í fangageymslu þar til ástand hans verður betra.

Að öðru leyti segir að nokkur erill hafi verið í miðborginni vegna ölvunar. Alls voru fjórtán ökumenn handteknir, grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Þá handtók lögregla einn sem grunaður er um þjófnað í miðborginni. Einnig barst tilkynning um grunnsamlegar mannaferðir í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ en viðkomandi voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði.