Erlent

Kyrrsettar þar til í maí

Boeing 737 MAX 8 og 9 þoturnar verða kyrrsettar þar til í maí að sögn FAA.

737 Boeing MAX 8 þota Ethiopian Airlines hrapaði á sunnudaginn. Á annað hundrað létust. Fréttablaðið/ Getty

Allar Boeing 737 MAX 8 og 9 flugvélar verða kyrrsettar í það minnsta þar til í maí, samkvæmt upplýsingum frá bandarískum flugmálayfirvöldum, FAA. BBC greinir frá.

Fjöldi flugfélaga og flugmálayfirvalda, þar á meðal Icelandair, hafa kyrrsett eða tekið vélarnar tímabundið úr rekstri. Ástæðan er mannskætt flugslys sem átti sér stað í Eþíópíu um helgina þegar vél af sömu tegund fórst. 157 létust í slysinu. Um er að ræða annað flugslys 737 MAX 8 vélar á innan við hálfu ári. Í októberlok fórst vél flugfélagsins Lion Air yfir Indónesíu með þeim afleiðingum að 189 létust.

Samkvæmt FAA fara vélarnar ekki aftur í loftið fyrr en þær hafa verið uppfærðar og búið er að reyna á öryggi þeirra. 

Þrátt fyrir flugslysin og eftirmála þeirra hefur flugvélaframleiðandinn Boeing ákveðið að halda áfram að framleiða flugvélarnar. Fyrirtækið hefur hins vegar stöðvað tímabundið afgreiðslu á slíkum vélum til flugfélaganna tímabundið. „Við ætlum að stöðva afgreiðslu á 737 MAX vélunum þar til við finnum lausn,“ er haft eftir talsmanni félagsins í frétt AFP.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Flugmál

Icelandair leggur Boeing 737 MAX 8 vélunum

Erlent

Banda­rísk stjórn­völd kyrr­setja 737 þoturnar

Kína

Allar Boeing 737 MAX 8 í Kína kyrr­settar

Auglýsing

Nýjast

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Auglýsing