Landsréttur staðfesti í liðinni viku kyrrsetningu á eignum meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar. Úrskurðirnir þrír voru birtir í gær.

Sagt var frá því í Fréttablaðinu í marsSagt var frá því í Fréttablaðinu í mars að sýslumaðurinn í Reykjavík hefði í desember síðastliðnum fallist á kyrrsetningarkröfu Tollstjóra. Ástæðan eru meint skattalagabrot tónlistarmannanna. Þremenningarnir reyndu að fá kyrrsetningunni hnekkt í héraði en kröfu þeirra var hafnað. Niðurstaða héraðsdóms var kærð til Landsréttar sem staðfesti hana. Í úrskurði Landsréttar segir að fyrir liggi rökstuddur grunur um að mennirnir hafi brotið gegn lögum um tekjuskatt og hegningarlögum.

Sjá einnig: Sigur Rósar menn segja brotið á rétti sínum

Talin var hætta á því að eignunum yrði skotið undan. Í úrskurði Landsréttar segir að skattframtöl mannanna bæru það með sér að ekki væru til aðrar eignir eða tekjur sem gætu staðið til fullnustu á greiðslu kröfunnar. Auðvelt væri að framselja fasteignir eða rýra verðgildi þeirra með veðböndum eða kvöðum. Þá var það mat réttarins að verðmæti eignanna væri ekki umfram það sem þyrfti til að tryggja kröfu Tollstjóra.

Verðmæti hinna kyrrsettu eigna er tæpar 800 milljónir króna en munar þar mestu um eignir Jónsa en þær nema 638 milljónum.