Kyrrðarstund mun fara fram í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld klukkan átta, vegna manndrápsins sem átti sér stað í bænum í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni, en þar segir jafnframt að kirkjan verði opin í dag og öllum verði frjálst að koma.

„Sameinumst í kyrrð og bæn, tökum hvert utan um annað, tendrum ljós og látum kærleikann streyma til allra sem þurfa á því að halda nú um stundir.“

Sr. Stefanía Steinsdóttir mun leiða kyrrðarstundina, en hún vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið. Fram kemur að viðbragðsteymi Rauð akrossins muni verða á staðnum og veita samtal ásamt sóknarpresti.