Tíu eru látin og þrjú særð eftir skotárás í Buffalo í New York í Bandaríkjunum í það sem forseti Bandaríkjanna kallaði „hatursfulla innlenda hryðjuverkaárás“. Nær allir sem létust í árásinni voru svartir á hörund. Ekki hafa fleiri látist í fjöldamorði í Bandaríkjunum á þessu ári.

Á vef New York Times segir að maðurinn sé ekki frá New York. Hann var fluttur fyrir dómara aðeins nokkrum klukkustundum eftir árásina og sagðist þar ekki sekur um manndráp.

Skotárásin átti sér stað fyrir utan matvöruverslun í austurhluta Buffalo í gær. Ástæðan fyrir staðsetningunni er hátt hlutfall svartra íbúa hverfisins en í frétt New York Times kemur fram að samkvæmt mörgum rannsóknum sé hærra hlutfall svarta íbúa í hverfinu sé afleiðing margra áratuga af aðskilnaðarstefnu og kerfisbundnu kynþáttahatri.

Íbúar tóku utan um hvorn annan við verslunina í kjölfar árásarinnar.
Fréttablaðið/EPA

Ítarleg stefnuyfirlýsing

Árásarmaðurinn er 18 ára gamall og heitir Payton S. Gendron og segist saklaus af verknaðinum. Hann skildi eftir sig stefnuyfirlýsingu en kveikjan að árásinni var kynþáttahatur hans. Hann ók meira en 300 kílómetra til að fremja árásina og streymdi árásinni og var streyminu, að sögn lögreglu, ætla að kynna betur fyrir fólki hatursfullan málstað hans. Samkvæmt stefnuskrá mannsins voru aðrar álíka árásir kveikjan að árásinni eins og sú sem átti sér stað í Nýja Sjálandi árið 2019 og í Walmart í Texas í Bandaríkjunum sama ár.

Í stefnuskrá mannsins er því lýst ítarlega af hverju hann valdi þennan stað, hverja hann ætlaði að myrða, af hverju hann vildi myrða þau auk þess sem þar kom fram áætlun um hvernig hann myndi framkvæma árásins og hvar hann ætlaði að borða áður.