Drög að frum­varp­i um sorg­ar­leyf­i, sem trygg­ir for­eldr­um sem verð­a fyr­ir barnsm­iss­i sorg­ar­leyf­i í allt að sex mán­uð­i auk greiðsln­a til að koma til móts við tekj­u­tap, er til um­sagn­ar í sam­ráðs­gátt stjórn­vald­a.

Sam­kvæmt frum­varp­in­u verð­a há­marks­greiðsl­ur í sorg­ar­leyf­i vegn­a barnsm­iss­is, 600 þús­und krón­ur á mán­uð­i. Einn­ig er gert ráð fyr­ir að for­eldr­ar eigi rétt til sorg­ar­leyf­is sam­hlið­a minnk­uð­u starfs­hlut­fall­i og þá til lengr­i tíma.

Mark­mið frum­varps­ins er að við­ur­kenn­a á­hrif sorg­ar vegn­a barnsm­iss­is, á­samt því að auka lík­ur á end­ur­kom­u for­eldr­a á vinn­u­mark­að og út í sam­fé­lag­ið eft­ir slík­an miss­i.

Guð­rún Jóna Guð­laugs­dótt­ir, for­mað­ur Sorg­ar­mið­stöðv­ar, fagn­ar frum­varp­in­u. „Það þarf tíma til að vinn­a úr flók­inn­i sorg líkt og barnsm­iss­i eða miss­i ungs ein­stak­lings,“ seg­ir Guð­rún Jóna. Opið er fyr­ir um­sagn­ir um drög að frum­varp­i til laga um sorg­ar­leyf­i til 4. júní.