Hundruð skóla­barna um allt land hafa tekið þátt í Skóla­blaki í októ­ber. Skóla­blak er röð lítilla við­burða sem haldnir voru í skólum um allt land með því mark­miði að auka þátt­töku grunn­skóla­barna í blaki og búa til skemmti­legan við­burð fyrir krakkana.

„Skóla­blakið hefur gengið glimrandi vel og allir glaðir,“ segir Elsa Gunnars­dóttir, verk­efnis­stjóri Skóla­blaksins. Hún segir við­burðurinn hafa gengið svo vel að stefnt er að því að halda við­burðinn árlega næstu fjögur ár.

Arnaldur Halldórsson
Arnaldur Halldórsson

Skóla­blakið hófst á Reyðar­firði og hefur síðan þá verið á Ísa­firði og í Hvera­gerði. Það hefur verið á höfuð­borgar­svæðinu í vikunni en um sex hundruð krakkar úr fjórða til sjötta bekk úr níu skólum á höfuð­borgar­svæðinu í Kórinn í Kópa­vogi í gær. Þegar mest var voru 260 krakkar úr Snæ­lands­skóla að spila blak í Kórnum, að sögn Elsu.

Á föstu­dag verður við­burður í Kapla­krika fyrir börn í Hafnar­firði og í næstu viku verður við­burður á Akur­eyri. Skipu­leggj­endur reikna með því að þúsundir barna munu kynnast blak­í­þróttinni á næstu árum.

Arnaldur Halldórsson
Arnaldur Halldórsson

Verk­efnið er unnið af Evrópska blak­sam­bandinu, ÍSÍ, UMFÍ, BeActi­ve og blak­fé­lögunum í hverju bæjar­fé­lagi og er styrkt af Öl­gerðinni og Kristal.

Arnaldur Halldórsson
Arnaldur Halldórsson