Sam­hliða hertum sam­komu­tak­mörkunum hefur ríkis­stjórnin nú kynnt hvers konar efna­hags­að­gerðir eiga að taka við til að mæta vanda rekstrar­aðila í veitinga­þjónustu, sem hafa orðið fyrir miklum bú­sifjum í yfir­standandi bylgju heims­far­aldursins.

„Við mörkuðum þá stefnu strax í upp­hafi að styðja við þá sem verða fyrir veru­legu tjóni vegna far­aldursins og sótt­varnar­tak­markana. Þeirri stefnu munum við á­fram fylgja eins lengi og þarf. Fyrir­hugaðar stuðnings­að­gerðir miða að því að draga úr tjóni, tryggja að nei­kvæð á­hrif á at­vinnu­líf og efna­hag vari sem skemmst og skapa að­stæður fyrir öfluga við­spyrnu í kjöl­farið,“ segir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í til­kynningu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytinu.

Þar kemur fram að á fundi ríkis­stjórnarinnar í dag hafi verið á­kveðið að leggja fyrir Al­þingi frum­varp sem heimilar fyrir­tækjum í til­teknum flokkum veitinga­þjónustu, sem hafa orðið að sæta tak­mörkunum á opnunar­tíma, að fresta stað­greiðslu skatta og greiðslu trygginga­gjalds. Auk þess verður um­sóknar­frestur vegna al­mennra við­spyrnu­styrkja fyrir nóvember 2021 fram­lengdur.

Þá kemur fram í til­kynningunni að unnið sé að frum­varpi um sér­stakan veitinga­styrk sem sömu fyrir­tækjum stendur til boða vegna minni tekna frá desember 2021 út mars 2022.

Enn fremur er unnið að fram­lengingu lokunar­styrkja í ljósi hertra tak­markana, og að auki horft til þess hvar þörf er fyrir stuðning á öðrum sviðum vegna tak­markana næstu vikur.

Loks var í fjár­lögum ársins 2022 veitt heimild fyrir greiðslu styrkja til í­þrótta- og æsku­lýðs­fé­laga sem hafa orðið fyrir tekju­tapi vegna við­burða sem fella þurfti niður vegna far­aldursins.

Stefnt er að því að frum­varp um skatt­frestanir og fram­lengingu á um­sóknar­fresti verði lagt fram um leið og Al­þingi kemur saman á mánu­dag, 17. janúar, en frum­varp um veitinga­styrk og önnur úr­ræði nokkrum dögum síðar.

Fresta tveimur greiðslum staðgreiðslu

Í til­kynningu ráðu­neytisins kemur einnig fram að fyrir­tækjum verði gert heimilt að fresta allt að tveimur greiðslum á stað­greiðslu og trygginga­gjaldi en það er gert til að koma til móts við fyrir­tæki í veitinga­rekstri þar sem sam­dráttur hefur verið í greiðslu­korta­veltu, ó­líkt þróun í hag­kerfinu í heild.

Fram kemur að það verði lagt fram frum­varp þess efnis og að það snúi að launa­greið­endum með megin­starf­semi í flokki II eða III sam­kvæmt lögum um veitinga­staði, gisti­staði og skemmtana­hald, sem hafa þurft að sæta tak­mörkunum á opnunar­tíma veitinga­staða vegna sótt­varna­ráð­stafana.

Þeim verður heimilað að fresta allt að tveimur greiðslum á af­dreginni stað­greiðslu launa og trygginga­gjalds sem eru á gjald­daga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022.

Hægt verður að sækja um þessar frestanir á vef Skattsins fyrir hvern ein­daga. Vegna gjald­dagans 1. janúar sem er á ein­daga 17. janúar skal um­sókn þó hafa borist ekki seinna en 31. janúar 2022.

Í frum­varpinu er einnig lagt til að um­sóknar­frestur vegna við­spyrnu­styrkja fyrir nóvember­mánuð 2021 verði fram­lengdur til 1. mars 2022, en þeir styrkir ná til allra at­vinnu­greina að því gefnu að tekju­falls­við­mið séu upp­fyllt. Frestur til að sækja um við­spyrnu­styrki rann út 31. desember 2021.

Sér­stakir styrkir til þeirra sem hafa upp­lifað mjög mikið tjón

Þá mun Fjár­mála- og efna­hags­ráð­hera einnig leggja fyrir Al­þingi á fyrstu dögum þess frum­varp um styrki til þeirra aðila í veitinga­rekstri sem hafa orðið fyrir sér­stak­lega miklum á­hrifum af sótt­varnar­ráð­stöfunum og minnkandi um­svifum um­fram aðra geira hag­kerfisins.

Stefnt er að því að þeir aðilar sem eru með veitinga­leyfi II og III og hafa orðið fyrir að minnsta kosti 20 prósenta tekju­falli í desember 2021 og út mars 2022 vegna tak­markana á opnunar­tíma geti sótt um styrk sem geti numið allt að 12 milljónum króna fyrir tíma­bilið. Styrk­fjár­hæðin ræðst annars vegar af fjölda stöðu­gilda og hins vegar af tekju­falli fyrir­tækisins.

Ríkis­stjórnin mun tryggja fjár­mögnun úr­ræðisins um­fram þann eina milljarð króna sem þegar var gert ráð fyrir í fjár­lögum ársins.

Nánar um til­kynninguna hér á vef ráðu­neytisins.